föstudagur, júní 10, 2005

Þriðji kafli kominn

Og þá er bara einn kafli eftir af ferðasögunni. Annars er það helst að frétta af mér að ég er með lungnabólgu. Ég er samt mjög hress og í miklu fjöri, en dálítið pirruð og uppstökk. Amma Gisela og afi Jón komu loksins í gær, ég er búin að vera að bíða eftir þeim í marga daga. Þau ætla að vera niðri í sínu herbergi og ég sýndi þeim oft og mörgum sinnum hvar herbergið þeirra og rúmið þeirra væri. Ég var á leiðinni að fara að sofa þegar þau komu og ég vildi helst ekkert fara í rúmið fyrr en ég var búin að sjá þau fara inn í herbergið sitt, eða að minnsta kosti úr útifötunum. Ég vildi sko vera viss um þau myndu ekkert að fara aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli