fimmtudagur, júní 16, 2005

Skilaboð frá mömmu

Mamma mín vill í fyrsta lagi þakka kærlega fyrir draumagæsun; útivera, humar, geðveik terta, bústaður, pottur, rauðvín og góður félagsskapur, það gerist bara ekki betra! Í öðru lagi vill hún minna ykkur á brúðkaupsbloggið, og sömuleiðis hvetja ykkur til að kíkja á brúðkaupssíðuna.

Annars er það helst að frétta af mér að ég er laus við lungnabólguna (eða "hitabólguna") sem betur fer, og Sigurður Pétur er orðinn góður af hlaupabólunni. Nú bara bíðum við spennt eftir veislunni! Svo förum við líka bráðum í útilegu. Ég fékk Bangsímon svefnpoka í gær, ótrúlega flott. Ég skil bara ekki af hverju við getum ekki farið núna strax í útileguna. Þegar mamma segir að við förum bráðum í sumarfrí þá segi ég bara "ókei förum þá!". Skil ekki þetta vesen í pabba og mömmu að drífa sig ekki bara af stað.

1 ummæli:

  1. Þið fáið öll innilegar (og síðbúnar) hamingjuóskir frá mér... lifið heil!

    SvaraEyða