mánudagur, október 03, 2005

En að öðru skemmtilegra

Ég fór í ótrúlega skemmtilega jeppaferð um helgina með vinnufélögum pabba og mömmu. Við gistum í litlu húsi á Vík, fórum brjálaða jeppaslóð og dúbbuðum Grýlu, sáum Grýluhús (leikmynd úr Bjólfskviðu) og ég fékk að renna mér í snjó. Svo var grill og partýfjör, ég fékk að vaka alveg til tíu og leika við krakkana. Ég var líka búin að vera dugleg að sofa í bílnum, mér finnst afskaplega notalegt að hlusta á Birtu og Bárð og sofa í bílnum. Í gær fórum við svo smá meiri jeppaleið, fórum í fjöruna og sáum brjálaðan sjó og fundum gamla flugvél. Ég ætla að fara einhvern tímann aftur og sýna Sigurði Pétri þetta allt saman, hann gat ekki komið með því hann þurfti að fara í gítartíma. En hann fékk að vera hjá Hauki frænda í staðinn og það var víst rosa fjör hjá þeim.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus3:54 e.h.

    Hey þú verður þá að bjóða mér líka með.
    Ég hlakka alveg hrikalega til að fá að fara í ferðalög og útilegur með mömmu og pabba næsta sumar.

    SvaraEyða
  2. Jahá, ég ætla sko að sýna þér þetta allt saman næsta sumar Svanhildur mín! ;-)

    SvaraEyða
  3. Talandi um að lesa eftir 15 ár, eruð þið ekki örugglega að bakköppa? (Veit nefnilega um einn sem eyddi óvart blogginu sínu, þremur árum af langhundum, með manni og mús, um daginn. Og komst að því að það er ekkert mál!)

    SvaraEyða
  4. Júbb, allt tekið reglulega og geymt á vísum stað!

    SvaraEyða