mánudagur, janúar 16, 2006

Rrrrrrrr

Eiginlega síðan ég byrjaði að tala hef ég verið mjög flink að segja R. Ég rúlla því duglega og leiðrétti stundum aðra ef mér finnst R-ið ekki heyrast nógu vel hjá þeim. Og nú hef ég verið að taka eftir því að í sumum orðum vantar mjög oft R, til dæmis kall á að vera karl og badn á að vera barn. Svo ég hef verið að vanda mig við að setja R-in inn í þessi orð þar sem þau vantar, tíkall á augljóslega að vera tíkarl, fallega á að vera farlega, fjall á að vera fjarl og meira að segja á pabbi að vera parbi. Eins gott að leiðrétta þetta allt saman!

2 ummæli:

  1. Nafnlaus9:23 f.h.

    Ha ha! Ég get næstum heyrt í þér segja parbi og fjarl! Við ættum kannski að fá þig lánaða hingað til Frakklands til að kenna Árna Degi að segja R og S, en hann segir ennþá hvorugt! Hann segir til dæmis Ðaþþ þegar hann segir rass:)

    SvaraEyða
  2. Já, ég er nú ekki eins sleip í s-inu reyndar, ég er með svo langa tungu að ég á í mestu vandræðum með að geyma hana á bak við tennurnar :-)

    SvaraEyða