mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt ár

Þetta er nú búið að vera skemmtilegt. Við vorum í fríi öll jólin og höfðum það afskaplega gott og notalegt heima með afa Jóni og ömmu Giselu. Við gerðum líka margt skemmtilegt, ég fékk marga fína pakka, við fórum á jólaball, ættarmót, veislu til Silju frænku og til ömmu Ingu Rósu og afa Guðmundar og héldum líka veislur. Við náðum að búa til snjókarl sem stóð reyndar ekki lengi greyið, og líka eina snjó-rjómatertu. Ég fékk líka að fara til Rakelar barnapíunnar minnar í heimsókn, og í bíó með Silju frænku. Svo var veisla á gamlárskvöld og þá sprengdum við auðvitað helling. Ég var nú reyndar frekar smeyk og þorði eiginlega ekkert að horfa upp í loftið á raketturnar, en mér fannst gaman að fá að halda á stjörnuljósi. Ég var síðan bara mjög sátt við að fara að sofa klukkan hálftíu. Í dag fór ég svo aftur í leikskólann og var mjög glöð með það, þó það sé gaman í fríi þá er alltaf ósköp gaman að fara aftur í leikskólann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli