mánudagur, janúar 30, 2006

Merkikerti

Í gær rættist langþráður draumur hjá mér, ég fékk að bera kertið úr kirkjunni yfir í herbergið þar sem sunnudagaskólinn er. Ég fann ægilega mikið til mín og vandaði mig mikið að halda fallega á kertinu. Silja frænka mín fékk að gista og kom með mér í sunnudagaskólann og mér fannst það nú ekki verra að hún skyldi verða vitni að þessum merkisatburði.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus6:59 e.h.

    Ha ha! Ég sé þig alveg fyrir mér! Litla snúlla...

    SvaraEyða