föstudagur, febrúar 02, 2007

Aumingja mamma mín

Þegar við mamma komum heim eftir fimleikatímann minn í gær þá lagðist mamma bara beint upp í rúm. Ég spurði hvað hún væri að gera og hún sagðist vera veik. Ég horfði á hana í smástund og spurði svo, máttu ekki fara út? Nei, sagði hún. Þá var það útrætt, hún var greinilega mjög veik. Svo ég fór og föndraði handa henni umslag sem á stóð, pakki handa mömmu. Inni í því var svo miði sem á stóð, elsku besta mamma, húsið okkar er svo fallegt. Ég veit ekki hvaðan mér kom í hug að segja þetta um húsið, en mamma varð alla vega mjög glöð að fá svona fallegan pakka frá mér.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus9:30 f.h.

    Æ vonandi batnar mömmu þinni sem fyrst! Erfitt að vera með börn og vera sjálfur lasinn! Bestu batakveðjur

    SvaraEyða
  2. Baráttukveðjur til mömmsu úr Ártúnsholtinu :)

    SvaraEyða
  3. Ég vona að það versta sé yfirstaðið.
    Láttu þér annars batna.

    SvaraEyða