miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Skemmtilegir dagar

Það er búið að vera svo gaman hjá mér síðustu daga. Í fyrradag fékk ég að fara til læknis og í myndatöku. Það var tekin mynd af lungunum mínum, en ég gat ekki fengið að sjá myndina, hún er bara inni í einhverri tölvu. Það voru sem betur fer engar bakteríur á myndinni svo ég fæ bara púst en ekki meðal. Og í gær fékk ég að fara til tannlæknis, það er alltaf mjög spennandi. En það var samt ekki það skemmtilegasta, þegar mamma spurði mig í gærkvöldi hvað hefði verið skemmtilegast um daginn þá var það þegar amma Inga Rósa kom að passa mig á meðan mamma fór í búðina. Hún var að gera svona "hver á þessa tásu", það finnst mér alltaf svo gaman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli