miðvikudagur, október 20, 2004

Namm namm

Það var sko veisla hjá Sunnu, þó ég fengi reyndar hvorki vöfflu né grjónagraut. En ég fékk hrísgrjón sem ég dreifði vandlega um borðið, stólinn minn og allt gólfið. Svo fékk ég rosa gott snakk sem ég hámaði heldur betur í mig, og ég fékk meira að segja nesti í poka. Sunna frænka er sko alveg frábær, mikið hlakka ég til að vera hjá henni í marga daga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli