fimmtudagur, október 07, 2004

Söngbókin mín

Svona eru nokkur lög sem ég er mikið að syngja þessa dagana:

Sól sól gín á mig, gígí burt með þig
Gott er í sólinni, sól sól gín á mig
Tarraralla lalla

Gutti aldrei geggir þessu
Gettir sig og BARA HLÆR!
... og svo bútar héðan og þaðan úr textanum

Afi amma amma mín, útu Bakka búa
Þau eru sæt og sæt og fín
Þangað vil ég hljúga

Hljúga kítu firrildin, fyrir utan gluggan
Þarna sidlir einker inn, ofurlítil duggan

Hættu að gáta hringaKNÚS
.... restin einhvern veginn upp og ofan, en ég veit að það á að vera hringaknús, og leiðrétti mömmu þegar hún syngur hringagná

Og margt fleira kann ég að syngja, til dæmis Dvel ég í Draumahöll, Sofðu unga ástin mín (öll erindin meira og minna), Litlu andarungarnir, Sigga litla systir mín, Bí bí og blaka, Fuglinn segir bíbíbí, Grænmetislagið og fleira og fleira. Mér finnst líka svo ósköp gaman að syngja og oft þegar ég sé eitthvað sem minnir mig á eitthvað lag þá fer ég að syngja það. Til dæmis ef ég sé andarunga fer ég að syngja Litlu andarungarnir, og þegar ég var að fara til læknis sem heitir Ari fór ég að syngja Hann Ari er lítill. Ég hætti því nú samt sem betur fer áður en við hittum hann, mömmu leist held ég ekkert á.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli