mánudagur, október 04, 2004
Merkishelgi
Það var mikið fjör og margt um að vera hjá mér þessa helgina. Á föstudaginn fékk ég loksins að fara í leikskólann, í fyrsta skipti alla vikuna. Ég var nú bara pínu feimin þegar ég mætti, en ég jafnaði mig fljótt á því. Svo komu mamma og pabbi og sóttu mig og fóru með mig til ömmu og afa í Hjallabrekku, ég tók með mér sængina mína og koddann og öll meðölin mín því ég mátti vera hjá þeim alveg þangað til næsta dag. Það var sko aldeilis fínt, mér fannst svo notalegt að sofa í Hjallabrekkunni að ég fór ekki á fætur fyrr en hálftíu. Aldrei myndi ég nú nenna því heima hjá mér! Svo fékk ég að leika mér og lita með nýju litunum sem amma keypti, eftir hádegið komu Ásta frænka og Haukur og svo kom mamma að ná í mig en áður en við fórum fengum við kex og fína köku sem amma bakaði. Í gær (sunnudag) fékk ég svo að fara í leikhús í fyrsta skipti, og vá hvað það var gaman! Við sáum músina og refinn og broddgöltinn í skóginum, það var sungið bæði Dvel ég í draumahöll og Grænmetislagið og margt fleira, ég sat alveg dolfallinn allan tímann, ég átti bara ekki orð, þetta var svo flott og skemmtilegt. Eins gott að ég var að fara í afmælisveislu til Nonna frænda eftir leikhúsið, annars hefði ég bara ekkert viljað fara þaðan. Það var auðvitað mjög gaman í veislunni líka, ég er nú orðin svo stór að ég gat verið bara alveg sjálf uppi að leika við Silju frænku mína. Ég hitti líka ömmu og afa á Akureyri og það var nú aldeilis gaman. Og ekki er allt búið enn, því ég eignaðist glænýjan pínulítinn frænda um helgina! Heldur betur hlakka ég nú til að kynnast honum :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli