mánudagur, október 11, 2004

Nokkur skemmtileg orð

Ég get orðið sagt flest orð þannig að allir skilja, en einstöku orð eru samt ennþá aðeins að flækjast uppi í mér. Eins og að ná í eitthvað, ég sný því við þannig að það heitir "ána". Til dæmis sagði ég við pabba í gær þegar ég var að biðja hann að ná í litina fyrir mig, "viltu ána þeir". Og "með mér" vendist líka einhvern veginn þannig að það heitir "emjér". Gammosíur er skrýtið orð sem ég er nýbúin að læra og finnst að heiti "gamlasíður", og sokkabuxur heita "bakkabuxur". Annars kann ég að segja margt og mikið og er afskaplega dugleg að æfa mig allan daginn. Um daginn sagði ég til dæmis leikskólakennaranum mínum frá því í óspurðum fréttum að Sigurður Pétur stóri bróðir minn væri að æfa karate. Svo tók ég nokkra létta karate-takta til að sýna svona hvernig þetta væri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli