föstudagur, febrúar 18, 2005

Allt á réttri leið

Læknirinn skoðaði aftur eyrað mitt áðan og það lítur bara ágætlega út. Ég þarf að fá dropana í nokkra daga í viðbót en svo er ég vonandi loksins að verða frísk. Eins gott líka að ég verði frísk í næstu viku því mamma og pabbi eru að fara til útlanda og Sunna og Maggi ætla að passa mig í húsinu okkar, þá verð ég nú að vera hress og góð stúlka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli