miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Fjör heima

Það er nú bara gaman að vera svona heima að leika með mömmu og pabba, í gær var pabbi heima að leika við mig og í dag er mamma hjá mér. Aðalfjörið er að fara í blöðruleikinn, þá spörkum við blöðru á milli á ganginum og svo segja mamma eða pabbi, "neinei, þetta má ekki", þegar blaðran fer inn í bílskúr (þ.e. tilvonandi baðið). Svo er líka gaman að hoppa og dansa og fara í æfingu (semsagt hlaupa eftir öllum ganginum og inn í stofu). Ég er ekkert mikið að liggja lasin uppi í rúmi þó ég sé með lungnabólgu, enda finnst mér ég ekkert vera lasin. Ég átti samt voða erfitt með að sofna í gærkvöldi, það var ekki fyrr en mamma gaf mér smá meðal og leyfði mér að sofa í sófanum sem ég gat sofnað. Klukkan var orðin svo margt að mamma og pabbi voru farin að sofa í sínu rúmi en ég vildi bara samt sofa í sófanum inni í stofu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli