mánudagur, janúar 31, 2005

Læknisheimsókn

Eftir að hafa suðað í mömmu í allan morgun fékk ég loksins að fara til læknis. Mér var nefnilega svo illt í puttanum. Jú og svo hafði mamma einhverjar áhyggjur af hóstanum mínum og hitanum, og því að ég skyldi öskra á hana í nótt og segja henni að fara og ekki koma við mig. Alla vega kom í ljós að ég er komin með lungnabólgu, svo ég fékk meðal og nýjar snuddur og tannbursta, svo á ég að vera dugleg að anda (pústinu) og sofa (það segir mamma) og má ekkert fara í leikskólann þessa viku.

Í gær var rosa fjör hjá okkur, þá var afmælið hans stóra bróður. Það kom fullt af strákum og svo komu Silja frænka mín og Hugrún Ósk litla systir hans Sigurðar Péturs. Ég var nú svolítið spennt að skoða hana og klappa henni smávegis, en aðalfjörið var að leika alveg brjálað með Silju. Við lékum okkur með blöðrur og í rólunni minni og hoppuðum og öskruðum. Svo horfðum við líka smá á Brúðubílinn og vorum voða góðar. Ég fékk fullt af súkkulaðiköku og snakki og sprengdi margar blöðrur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli