laugardagur, janúar 15, 2005

Eitt og annað

Af mér er allt gott að frétta þessa dagana, ég er alsæl með að fá að vera á leikskólanum allan daginn marga daga í röð og vil helst bara fara strax aftur þegar ég kem heim. Ég er líka alveg hress og ekkert lasin, það er svo gott að vera frískur. En mamma var lasin í gær, greyið hún og greyið ég því hún gat eiginlega ekkert haldið á mér. Sem betur fer er hún hressari í dag og farin að snúast aftur í kringum mig. Pabbi er líka alltaf góður við mig, kitlar mig og heldur á mér og hleypur á eftir mér, það veitir sko ekki af tveimur í fullt starf við að passa mig og leika við mig. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, í morgun lærði ég til dæmis að ef maður setur rúsínu upp í nefið á sér þá getur hún orðið föst. Mamma gat sem betur fer náð henni úr svo það var allt í lagi. Svo er ég búin að læra ótrúlega fyndna setningu úr Brúðubílnum (uppáhaldinu hennar mömmu), það er "bless kex, kornflex". Þetta er sko húmor í lagi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli