fimmtudagur, janúar 27, 2005

Sigurður Pétur kominn heim

Loksins er bróðir minn kominn heim frá útlöndum og nú á hann afmæli! Ég er búin að sakna hans svo mikið og segja öllum sem ég hef hitt síðustu daga að hann sé að fara að koma og sé að fara að eiga afmæli og ég ætli að baka handa honum köku og gefa honum pakka og hjálpa honum að opna pakkana. Ég var svo spennt á leikskólanum í gær, af því ég vissi að hann væri að koma, að ég réði bara ekkert við mig og beit óvart vinkonur mínar nokkrum sinnum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli