mánudagur, janúar 24, 2005

Sund, sumarfrí og skíði

Á laugardaginn fór ég í fyrsta tímann á nýja sundnámskeiðinu. Okkur leist bara vel á, þó það væri ekki eins mikið fjör og hjá Jóni og Helgu í ungbarnasundinu. Svo brunuðum við í sumarfríið í Víðihlíð. Þar var fullt af snjó, við vorum smá stund að reyna að komast heim að húsinu en pabbi snillingur keyrði út í móa og stökk yfir skurð og komst á endanum alla leið. Svo fór ég út að leika, á snjóþotu og rúlla mér, og svo fór ég aðeins á skíði. Ég er algjör skíðasnillingur og gat rennt mér alveg sjálf niður smá brekku. Amma og afi og Þórður voru líka í Víðihlíð, mér finnst sko langskemmtilegast að hafa svona margt fólk í kringum mig, þá er svo mikið fjör.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli