miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Þetta er ekki Bangsímon


Þetta er Rósa sem er alveg eins og Bangsímon. Á þessu er reginmunur sem mér er mikið í mun að halda til haga. En ég fékk semsagt að vera eins og Bangsímon í leikskólanum í dag þar sem það var öskudagur. Vonandi verður líka öskudagur á morgun.

Eftir leikskólann var svo ekki minna gaman, því þá fékk ég loksins að heimsækja hana Katrínu dagmömmuna mína og Hilmar sem heitir pabbi. Það angraði mig reyndar dálítið að Katrín skyldi vera með öðruvísi hár heldur en síðast þegar ég sá hana, en það var samt svo gaman að hitta þau aftur og leika að öllu dótinu. Mamma er búin að lofa að við förum aftur að heimsækja þau fljótlega.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli