fimmtudagur, mars 16, 2006

Frískur snillingur

Jæja eða næstum því frísk, ég er ennþá með kvef og hósta og vökva í eyrunum, svo ég þarf áfram að fá púst og nefsprey, en ég er orðin hitalaus og fékk í gær að fara í leikskólann. Svo kom það skemmtilega á óvart að ég fékk að fara heim með Kristínu Kolku vinkonu minni eftir leikskóla.

Ég byrjaði reyndar daginn á því að fara til læknisins að sýna hvað ég kann (þriggja og hálfs árs þroskapróf). Mér fannst þetta nú dálítið létt, endaði með því að ég sagði "ég kann alveg gulur, rauður, grænn og blár!", ég var orðin dálítið leið á þessum kjánalega einföldu spurningum. Þetta var líka ansi langt svo ég ætlaði ekki að nenna að klára sjónprófið í lokin, en mamma samdi við mig um að segja fjóra stafi í viðbót og svo var þetta loksins búið. Og ég fékk einkunnina fín og flott stelpa, nema hvað! :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli