þriðjudagur, mars 14, 2006

Leiðinleeeeegt

Ég er ennþá lasin. Samt bara smá, nóg til þess að mega ekki fara út og ekki fara í leikskólann, en ekki nógu mikið til að nenna að hanga inni í marga daga, sérstaklega ekki þegar sólin skín á snjóinn úti! En ég er nú loksins að verða laus við hitann svo ég fæ vonandi að fara í leikskólann á morgun. Ég er samt búin að gera margt skemmtilegt með pabba og mömmu síðustu viku, baka lummur og súkkulaðikökur, búa til leir og leira fullt af afmæliskökum, búa til geimskip og fljúga á því til Kína og Afríku og fara í útilegu þar, fara í eltingaleik og fótbolta, púsla og lesa, og horfa á myndir og fara í tölvuleiki. En það verður nú gott að hitta vinkonur mínar aftur, ég sakna Kristínar svo mikið.

Mamma er búin að vera að fara í gegnum myndir á kvöldin (ég leyfi henni sko ekki að hanga í tölvunni á daginn!) og það eru komin þrjú ný albúm:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli