sunnudagur, mars 19, 2006

Gabríel


Þetta er hann Gabríel okkar. Hann er tveggja og hálfs mánaða gamall, hálfur hreinræktaður Boxer og hálfur hreinræktaður Border Collie. Við keyrðum austur á Kirkjubæjarklaustur í gær til að sækja hann! Já, mamma og pabbi er pínu klikkuð. Og við vissum ekki fyrr en við vorum komin alla leið að við ættum að fá hund, við urðum sko ótrúlega glöð og Sigurður Pétur fór meira að segja að skæla smá, hann var svo glaður. Gabríel gubbaði og kúkaði í bílinn á leiðinni heim, en það er allt í lagi því hann er svo sætur.

4 ummæli:

  1. Til hamingju með litla hvolpinn - sem er greinilega svo sææætur að honum er allt fyrirgefið :-)

    Knús í poka sem ekki má loka :-)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:26 f.h.

    Já hann er sko svaka sætur.
    við hlökkum rosa til að koma og knúsa hann almennilega :)

    SvaraEyða
  3. Grrr. Tölvan mín vill ekki sýna mér myndina. Hvorki í explorer eða firefox. Ég er svekkt.

    Smábátur myndi líka hágráta úr hamingju ef við fengjum okkur hund. (Eða hvers konar loðdýr, ef út í það er farið.) En ég hugsa að hann verði nú að vera án þeirrar hamingju. Við erum svo skelfing löt og á sífelldum flækingi.

    En hef fulla trú á að þetta sé gaman, séu menn nógu nennnir. Til hamingju. :-)

    SvaraEyða
  4. ég get heldur ekki séð myndina....til hamingju. mig langar líka í hund. *andvörp*

    SvaraEyða