þriðjudagur, mars 21, 2006

Rassálfar, svertingjar og hundafólk

Á sunnudaginn fékk ég loksins að fara í leikhúsið að sjá Ronju ræningjadóttur. Ég er búin að bíða lengi lengi eftir þessum degi, Silja frænka mín kom líka með bræðrum sínum og mömmu sinni. Mamma hennar þekkir mig sko vel því hún kom með nammi í poka handa öllum og handa mér kom hún með suðusúkkulaði. Einmitt það sem mér finnst best! En mamma mín þurfti nú samt að standa við það að kaupa handa mér súkkulaði í hléinu, ég þarf að fá að hafa svona hluti eins og er búið að ákveða. Mér fannst leikritið mjög skemmtilegt og ég var ekkert mjög hrædd þó svertingjarnir (grádvergarnir) og hundafólkið (huldufólkið) væri dálítið hræðilegt. Rassálfarnir voru svo fyndnir, þeir sögðu alltaf akkuru akkuru. Verst var bara að við Silja hittumst svo lítið og gátum ekkert leikið saman. Við náðum ekki einu sinni að segja henni og öllum hinum frá Gabríel. Ég veit samt ekki alveg af hverju mamma gerði það ekki, kannski var hún ennþá að jafna sig á því að þau skyldu hafa gert þetta... ;-)

Gabríel er mjög hress og kátur, pissar og kúkar um allt og vill ekki fara út af því að það er svo kalt, hann er sko algjör kuldaskræfa. Hann er nú samt duglegur að læra, hann kann að setjast og sækja bolta og hann er ósköp góður að fara inn í búrið sitt og að labba við hliðina á manni í göngutúr (ef það er ekki of kalt).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli