Ég er ósköp lasin, búin að vera með vondan hósta og fékk 40 stiga hita í nótt. Mamma og pabbi píndu í mig eitthvað ógeðslegt meðal með nammibragði, oj barasta og ég sem borða ekki nammi! En mér leið nú aðeins betur af því og gat sofnað aftur á endanum. Í dag er ég svo hás að mamma og pabbi hafa bara aldrei vitað annað eins, ég get næstum því ekki talað en legg mig nú samt alla fram. Mamma er líka lasin, svo við erum bara haugar undir teppi.
Um helgina fengum við Júlía báðar að gista hjá ömmu og afa í Hjallabrekku, það var mjög gaman og við vorum ótrúlega góðar. Þetta er líka þriðja helgin í röð sem við gistum saman svo við erum bara orðnar vanar að vera stilltar og góðar saman. Það er gott að eiga svona góða frænku og ömmu og afa. Þegar mamma kom að sækja mig vorum við á leiðinni að gefa öndunum brauð, svo hún kom bara með okkur í labbitúr í Fossvogsdalinn í góða veðrinu. Þegar við vorum búnar að gefa öndunum fórum við á grímuball með vinkonum mömmu og krökkunum þeirra, svo það var nóg um að vera hjá mér.
Æ elsku kellurnar! Vonandi verðið þið fljótar að fá röddina til baka! Held ég hafi aldrei heyrt um barn sem borðar ekki nammi! Hvað gerirðu þá á nammidaginn??? Kveðjur og knús Lilja
SvaraEyðaÉg borða sko súkkulaði með engu inní, helst bara suðusúkkulaði, og saltstangir og snakk :-)
SvaraEyðaBaráttukveðjur úr árbænum, elsku Rósa :-) Vonandi náið þið heilsu sem fyrst - það er svo vont að vera veikur og geta ekki tjáð sig almennilega :-/
SvaraEyða