laugardagur, febrúar 10, 2007

Gáta

Ég er mjög upptekin af umferðarskiltum þessa dagana og í bílnum er ég alltaf að spyrja mömmu hvað hin og þessi umferðarmerki þýða. Þá reyni ég að lýsa skiltunum fyrir henni en stundum fattar hún ekki hvaða skilti ég er að tala um. Og hér er þannig umferðarmerkis-gáta handa ykkur. Hvaða merki er það sem er þríhyrningur með gulu og mynd af hatti, ekki snjókallahatti heldur venjulegum hatti eins og menn eru með. Þeir sem geta án þess að kíkja í símaskrána fá klapp, og kaffi og meððí ef þeir koma í heimsókn :-)

2 ummæli:

  1. Nafnlaus7:26 e.h.

    Biðskylda aðeins fyrir karlmenn :)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus2:56 e.h.

    Er það hraðahindrun?

    SvaraEyða