miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Óskemmtilegur öskudagur

Það var eins gott að ég fór i búningaafmæli hjá Silju frænku minni í síðustu viku, ég er nefnilega lasin í dag og missti af öskuballinu í leikskólanum. Ég er samt ekkert mikið lasin, bara slöpp og með nokkrar kommur. Guðmundur Steinn er líka slappur, kvefaður og með hósta. Við erum orðin ósköp leið á þessu ástandi sem er búið að vera meira og minna frá áramótum, og erum farin að hlakka mikið til vorsins.

1 ummæli:

  1. Ussuss. Óttalegt hor er þetta. vonandi fer það nú eitthvað að minnka með hækkandi sól.

    SvaraEyða