Nú er hver að verða síðastur að skrifa hér sem eins árs minibloggari því tveggja ára afmælið mitt er bara rétt ókomið. Ég hlakka mikið til, ég ætla að hafa veislu með kökum og pökkum og afmælissöng. Og ef einhver veit um búð þar sem gætu fengist leikskólatöskur með Bangsímon þá endilega látið mömmu mína vita.
Annars er bara allt í fínu að frétta af mér, ég fékk reyndar óhræsis vírus í munninn eftir sjúkrahúsheimsóknina og átti ósköp bágt í fimm daga. Svo fékk mamma hann líka og átti líka voða bágt, hún gat ekki einu sinni borðað súkkulaðikökuna í vinnunni sinni. En við erum alveg orðnar hressar núna, ég vona bara að við fáum ekki flensuna ljótu sem allir virðast vera að fá. Og nýju herbergin okkar Sigurðar Péturs eru alveg að verða tilbúin (eða "túlbið"), þau verða sko ótrúlega flott, Sigurður Pétur er með sjó og himin og sjóræningjaeyju og sjóræningjaskip á veggjunum og ég er með gras og himin og hús inni í hól og blóm og Bangsímon. Það verður sko gaman þegar þetta verður allt saman búið og ég get farið að leika í herberginu mínu og mamma og pabbi geta hætt að smíða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli