föstudagur, september 17, 2004

Fyrsti í afmæli

Í dag var ég afmælisstelpa í leikskólanum, við bökuðum köku (ég sleikti kremið), svo stóð ég upp á meðan allir sungu afmælissönginn og svo borðuðum við kökuna. Á morgun á ég síðan afmæli og þá ætla mamma og pabbi og Sigurður Pétur að syngja fyrir mig, og á sunnudaginn verður síðan veisla og þá ætlar fullt af fólki að syngja fyrir mig. Það eru semsagt mikil hátíðahöld í tilefni af þessu merkisafmæli mínu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli