þriðjudagur, september 28, 2004

Ég er grey

Ég á ósköp bágt núna, ég er svo ægilega lasin. Ég fæ alveg upp í fjörutíu stiga hita, er alltaf hnerrandi og líður voða illa. En mamma og pabbi eru voða góð við mig, ég fæ að vera uppi með sængina mína í náttfötunum og horfa á uppáhaldsmyndirnar mínar: Skrímsli hf., Leitina að Jakobi, Tuma tígur, Leikfangasögu, Stúart litla og margar fleiri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli