þriðjudagur, september 21, 2004

Skrímsli

Í morgun ætlaði ég að fá að ráða mér sjálf og vera bara á náttfötunum að horfa á barnatímann. En mamma vildi endilega setja mig í föt og fara með mig í leikskólann, svo ég öskraði og sparkaði og var alveg brjáluð. Þangað til mamma spurði hvort ég væri skrímsli, þá sagði ég "nei, ég er hætt að gráta" og steinhætti á stundinni. Ég er nefnilega búin að horfa mörgum sinnum á Skrímsli hf. svo ég veit alveg hvernig skrímsli eru, og ég vil sko ekki vera þannig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli