föstudagur, desember 16, 2005

Aðeins of flókið

Nú held ég að ég sé komin aðeins fram úr sjálfri mér. Í gær fékk ég að fara í Smáralind að leika á meðan mamma fór í búðirnar og á leiðinni heim keyptum við barnabox og hamborgara. Á meðan við biðum var ég að skoða stafina og þar stóð meðal annars barnabox. Mamma bentir mér á það og ég horfði á stafina og sagði baaaaarrrrnaaaaboxssssss, af hverju er ekkert s? Mamma reyndi að útskýra fyrir mér af hverju er ekkert s í barnabox en ég skildi það nú eiginlega ekki alveg, það á greinilega að vera s!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli