mánudagur, desember 12, 2005

Stekkjastaur var fyrstur

Og hann gaf mér límmiða í skóinn, það fannst mér aldeilis ekki slæmt. En ég heyrði eitthvað skrýtið hljóð í morgun þegar ég var að fara á fætur og spurði mömmu hvað þetta hefði verið. Mamma sagði kannski jólasveinninn. Þá varð ég voða skrýtin í framan og stökk upp í fangið á mömmu þangað til ég var orðin viss um að það væri enginn jólasveinn á sveimi, mér stóð ekki alveg á sama.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli