þriðjudagur, desember 13, 2005

Þetta er allt að koma

Nú kann ég að skrifa R og O og einhvers konar S líka svo ég er alveg að verða búin að læra að skrifa nafnið mitt. A er bara svolítið erfitt, en ég legg mig alla fram.

Ég er ótrúlega spennt fyrir auglýsingum þessa dagana, sérstaklega finnst mér Baby born auglýsingin heillandi og mig langar ótrúlega mikið í svoleiðis. Mamma var eitthvað að tala um að þetta væri eiginlega bara fyrir fjögurra ára og eitthvað, en mér finnst þetta sko alveg vera fyrir þriggja ára. Svo sagði ég, "mamma ég veit, við getum kaupið svona Baby born í Hagkaup!".

Engin ummæli:

Skrifa ummæli