laugardagur, ágúst 12, 2006

Ekkert litla barn

Já, mamma var líka búin að átta sig á því að þessi "Loksins" fyrirsögn gæti misskilist :-) En neinei, litla barnið situr sem fastast í bumbunni og ætlar ekkert að koma út. Nema kannski helst bara beint út um naflann eða eitthvað, það er voða mikið að hnoðast og sparka og vesenast þessa dagana. Mamma mín er ekkert kát með þetta lengur, aðallega af því það eru alltaf allir að tala um gangsetningu og hún vill það ekki. Annars líður henni ljómandi vel, fyrir utan bara að hún er náttúrulega þreytt og alltaf liggjandi í leti. Ég er líka alltaf að segja henni að vera ekki svona í leti, mér finnst hún sko algjör haugur stundum. En þá er nú líka gott að vera byrjuð aftur í leikskólanum og geta verið þar í fjöri með vinkonunum.

2 ummæli:

  1. Koma svo Berglind :)

    SvaraEyða
  2. Híhíhí... það er gott að mamma þín fái að hvíla sig aðeins áður en hún byrjar að hlaupa á eftir nýja barninu :)

    SvaraEyða