laugardagur, apríl 26, 2003

Þetta var aldeilis skemmtilegur dagur. Ég komst loksins í sund með stóra bróður. Við fórum í Árbæjarlaugina, þar var fullt fullt af fólki og við hittum tvær vinkonur mömmu, þessa hérna og líka þessa. Ég synti og kafaði og var mjög dugleg að sýna hvað ég er flink. Svo buðu amma og afi mér í kvöldmat í meiri maís og mamma og stóri bróðir fengu líka að koma með, pabbi fór nefnilega að spila körfubolta og keilu með einhverjum vinum sínum. Og ég hitti meira að segja líka Ástu frænku mína og Hauk, loksins, það er svo langt síðan ég hef séð þau að ég var ekki einu sinni með tönn þá! Svo þetta var heldur betur viðburðaríkur og skemmtilegur dagur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli