fimmtudagur, apríl 10, 2003

Mikið er nú gott að sofa á nóttunni. Og mikið er gott að vera ekki illt í eyrunum. Ég er búin að vera að taka þessa óþverra hóstasaft alveg þangað til í dag, rosalega er hún vond á bragðið! En ég hef alveg getað sofið eftir að mamma fór að gefa mér stíla á kvöldin. En svo fór mér að vera svo illt að ég bara skældi og skældi, mamma og pabbi skildu ekkert í þessu. Svo kíkti læknirinn í eyrun mín áðan og þá er ég með eyrnabólgu í báðum eyrunum. Þannig að nú er ég sloppin við hóstasaftina en komin með pensillín í staðinn, sem er nú ekki mikið skárra. Hins vegar líður mér strax betur, það er ótrúlegt hvað þetta virkar fljótt. Jæja, og svo er nú mamma mín loksins búin að fatta hvað ég vil fá að borða, ég vil bara fá almennilegan mat sem ég get borðað sjálf, ekki eitthvað smábarnamauk í skeið. Til dæmis núna er ég að háma í mig kæfubrauð, loksins fær maður eitthvað almennilegt á þessu heimili. Ég var farin að halda að ég yrði bara að lifa á seríosi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli