þriðjudagur, apríl 08, 2003

Æjæjæjæjæjæ þetta er nú meira vesenið. Ég er með svo vondan hósta þannig að pabbi og mamma fóru með mig til læknisins í gær sem lét mig fá hóstasaft. Hún varaði pabba og mömmu við að þetta væri dálítið örvandi, og það var sko ekkert grín, ég svaf nefnilega næstum ekki neitt í nótt. Pabbi sagði að ég væri eins og upptrekktur trúður, ég vildi bara hafa fjör og leika mér. Klukkan fimm gaf mamma mér stíl til að reyna að róa mig, og það virkaði alveg, nema þá fattaði ég hvað ég var orðin rosalega þreytt og bara brotnaði niður og grét og grét. Æ þetta var alveg hræðilegt. Svo gat ég nú loksins sofnað um sexleytið í morgun og svaf í tvo tíma en þá vaknaði ég aftur og skældi svolítið meira. Svaf svo í klukkutíma í viðbót milli níu og tíu og svo í vagninum í einn og hálfan tíma eftir hádegið. Mamma og pabbi ætluðu nú bara að hætta að gefa mér meðalið, en hringdu samt í lækninn og hún vildi að ég fengi svolítið meira meðal en þau eiga að gefa mér stíl áður en ég fer að sofa í kvöld. Æ ég vona bara að ég geti sofið, það er voða vont að vera með hósta en það er líka voða vont að geta ekki sofið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli