fimmtudagur, apríl 03, 2003

Sjúkkit, kommentin eru alveg í lagi, ég hélt þau væru öll bara týnd. Íslensku stafirnir eru reyndar í mauki en vonum bara að þeir komist í lag líka. Minnir mann hins vegar á að gæfan er fallvölt á internetinu, verð að finna gáfulega leið (eða nógan tíma) til að taka backup af þessu öllu saman handa múluskottinu til að eiga seinna. Svo verð ég að brenna backupið á geisladisk því að harði diskurinn getur hrunið hvenær sem er eins og við vitum, og svo þarf að setja það á nýjan geisladisk eða hvað sem verður komið í staðinn eftir 10 ár eða svo, því geisladiskarinn endast ekki að eilífu heldur. Kannski ætti maður bara að prenta allt dótið út og búa til svona gamaldags pappírsdagbók...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli