miðvikudagur, apríl 16, 2003

Jæja, þá eru fyrstu páskarnir mínir alveg að koma. Við förum keyrandi til Akureyrar á eftir og verður hjá afa og ömmu þar um páskana. Það verður örugglega gaman, þó það sé víst enginn snjór. Ég kann hvort sem er ekkert á skíði. Verst bara að ég má ekki fara í sund, það hefði verið gaman að fara í sundlaugina á Akureyri með stóra bróður. En það verður bara seinna, ég verð nú fyrst að vera viss um að vera laus við eyrnabólguna.

Pabbi er búinn að kaupa eldstæði í arininn, þetta er mjög efnilegt hjá honum verð ég að segja. Síðan á þetta alltaf að vera þannig sko að við krakkarnir erum úti að búa til snjókarl og svo komum við inn og drekkum heitt kakó fyrir framan arininn. Mamma segir reyndar að það verði aldrei neinn snjór, en hún er nú bara leiðinleg

Engin ummæli:

Skrifa ummæli