þriðjudagur, apríl 01, 2003

Mér tókst að bíta til blóðs með tönnunum mínum í dag. Verst að ég beit bara sjálfa mig. Ég var að borða mjólkurkex og einhvern veginn tókst mér að bíta í neðri vörina, það var alveg hræðilega vont og blæddi í smá stund. En ég jafnaði mig nú samt fljótt. Svo er ég alveg hræðilega pirruð í kvefinu mínu, vonandi batnar það fljótt. Ég var alveg ómöguleg í kvöld, gat gleymt mér við eitthvað nýtt í smástund en svo var ég aftur bara pirruð og vildi eitthvað annað sem ég vissi ekki hvað var. Svo er mamma hálflasin og pirruð líka, svo það var ekki sérlega mikið fjör hjá okkur í kvöld. Pabbi var heldur ekki heima, svo við vorum bara tvær að pirrast hvor í annarri. Jæja, en ég sofnaði vel og vonandi get ég bara sofið í alla nótt, og mamma líka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli