föstudagur, apríl 04, 2003

Ég hef alveg gleymt að monta mig af því að ég kann að sitja sjálf núna. Ég get alveg bara setið heillengi og leikið mér á teppinu mínu. Svo kann ég líka að fara niður á magann, en svo eftir það er ég föst, óþolandi! Alveg sama hvað ég syndi fast með fótunum, ég bara kemst ekki áfram. Í gær fékk ég að smakka kjöt, soðið og maukað með soðinni kartöflu, gulrót og rófu. Þetta var bara nokkuð gott fannst mér. Ég var að vísu ekkert voðalega svöng, en borðaði samt alveg nokkrar skeiðar af þessu mauki. Og Þórður frændi kom í heimsókn í gær. Það fannst mér gaman, mér finnst svo gaman þegar einhver kemur í heimsókn til mín. Jæja, best að hleypa mömmu í tölvuna svo hún geti farið að gera skattframtalið sitt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli