miðvikudagur, desember 29, 2004
Heldur skárri
laugardagur, desember 25, 2004
Meiri veikindi
föstudagur, desember 24, 2004
Gleðileg jól
þriðjudagur, desember 21, 2004
Er þetta hægt
mánudagur, desember 20, 2004
Í leikskólanum
miðvikudagur, desember 15, 2004
Æ ansans
þriðjudagur, desember 14, 2004
Það var nefnilega það
mánudagur, desember 13, 2004
Þetta var gaman
föstudagur, desember 10, 2004
Hóst hóst
mánudagur, desember 06, 2004
Fjúff
Á laugardaginn komu svo Silja og Haukur til okkar. Við fórum út að renna okkur, það var reyndar eiginlega enginn snjór, bara krapi og klaki, en það var samt rosa gaman. Alveg þangað til ég lenti á of miklum klaka og gat ekki staðið upp aftur. Ég reyndi og reyndi og svo bara varð ég alveg öskureið og fór að háskæla svo stóri bróðir þurfti að hlaupa og ná í mömmu. En ég var nú fljót að jafna mig. Svo fórum við á Garðatorg að hlusta á tónlist og horfa á jólatréð. Ég dansaði við Silju og mömmu, það var aldeilis fjör á okkur. Svo komu jólasveinar en þeir voru með svo mikil læti að ég varð bara steinhrædd. Svo fórum við heim, fengum spaghettí í kvöldmat og horfðum svo á grínþáttinn og fengum snakk, alveg frábært sko! Ég þurfti svo auðvitað að drífa mig á fætur í gærmorgun, eins og mér finnst gott að kúra virka daga þá bara verð ég að draga mömmu og pabba á lappir um helgar. Og við horfðum á barnatíma og lékum okkur saman, allir krakkarnir, og fengum meira að segja að fara í heita pottinn. Það var alveg brjálað. Svo kom mamma Anna Margrét og þá þurftu Haukur og Silja að fara, en fjörið var samt ekki alveg búið því Sunna frænka mín kom og svo komu amma og afi og við Sigurður Pétur fengum að fara með þeim í blómabúð að skoða jólasveina og við fengum ís og allt. Ég er sko aldeilis heppin að fá að gera svona margt skemmtilegt.
fimmtudagur, desember 02, 2004
Afmælisdagur
miðvikudagur, desember 01, 2004
Ég er svo heppin stúlka
Í gær var svo aftur rosa fjör, þá fékk ég að fara í partý í skólann hans Sigurðar Péturs. Það var sko flott, fullt af stórum krökkum sem voru að syngja og leika ýmislegt, snakk og kökur og kleinur og mikið fjör. Ég hlakka svo mikið til að fara í skóla að ég get bara næstum ekki beðið.
Svo er bara eitt að lokum, í gær raðaði ég öllum snuddunum mínum í röð á stofuborðið og taldi þær, og þær eru 12.
mánudagur, nóvember 22, 2004
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Myndir myndir
Ég líka
ever had a song written about you? Jájá, það heitir Elsku Rósa Elísabet, sungið við lagið Dvel ég í draumahöll og mamma mín samdi það
what song makes you cry? Ég man ekki eftir neinu svo leiðinlegu lagi
what song makes you happy? Lagið um apaköttinn uppi í tré að stríða krókódíl (og mörg fleiri líka)
height? Um það bil 90 sentimetrar og vaxandi
hair color? Ljóst
eye color? Blá
piercings? Nei nei
tattoos? Ertu frá þér!
what ...
are you wearing? Skólapeysu, "gamlasíðum", bleikum buxum með glitrandi stjörnu, sokkum og ullarsokkum
song are you listening to? Til dæmis kannski lagið um Dúkkuna hennar Dóru
taste is in your mouth? Snudda
whats the weather like? Snjór, bippí!
how are you? Nývöknuð úr lúrnum mínum á leikskólanum
do you ...
get motion sickness? Nei sem betur fer ekki
have a bad habit? Já, öskra þegar ég fæ ekki það sem ég vil
get along with your parents? Já bara ágætlega enn sem komið er
like to drive? Já mér finnst voða gaman í bíltúr
have a boyfriend? Nei, ég þekki eiginlega enga stráka
have a girlfriend? Já ég á margar vinkonur á leikskólanum mínum
have children? Bara dúkkur
your greatest regret? Að fá ekki súkkulaðirúsínur
your cd player has in it right now? Ferðafélagi barnanna
if you were a crayon what color would you be? Ég veit ekki hvaða litur, en alla vega brotinn og með rifinn miða
what makes you happy? Að láta kitla mig og leika við bróður minn
whats the next cd you're gonna get? Vonandi Dýrin í Hálsaskógi
seven things in your room? Ljós(!), róla, rúm, leikföng, og í kvöld vonandi hilla, borð og stólar
seven things to do before you die...? Stækka, fara í skóla (eins og Sigurður Pétur), æfa karate (eins og Sigurður Pétur), fara til mömmu minnar (eins og Sigurður Pétur), læra fleiri stafi, fara aftur í sumarfrí og fá súkkulaðirúsínur
top seven things you say the most...? Jú!, nei!, má ég horfa á eitthvað, jú foði (það er víst í boði), viltu lækka (þ.e. hækka), viltu gefa mér, viltu syngja það mamma mín
in the last 24 hours you have...
cried? Jájá
bought anything? Nei, en mamma og pabbi keyptu handa mér húsgögn í herbergið mitt
gotten sick? Nei (7-9-13)
sang? Ójá
been kissed? Já það er alltaf verið að kyssa mig og knúsa
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Sund og bíó
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Veisla
laugardagur, nóvember 06, 2004
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Ég kann á pabba og mömmu
þriðjudagur, október 26, 2004
Mikið um að vera
miðvikudagur, október 20, 2004
Namm namm
Eitthvað gott
mánudagur, október 18, 2004
Eitt enn
Nabúar, nabúar, mass-a-lúlúágútt, setteber, ottóber, núna ottóber
Þetta er nú skrýtið
Þetta var annars afskaplega skemmtileg helgi, enda byrjaði ég á því að segja við mömmu þegar hún sótti mig á leikskólann á föstudaginn "nú er föstudagur, nú er komin helgi". Ég fór auðvitað í sundið á laugardagsmorguninn, rosa dugleg og mikið fjör, ég fékk líka að fara aðeins í rennibrautina á eftir. Svo þegar ég var búin að sofa í kerrunni minni fór ég til Silju frænku minnar, og Hauks og Péturs frænda minna, og auðvitað Önnu Margrétar mömmu þeirra. Nonni frændi var víst í flugvélinni í Ameríku, en mér fannst það eitthvað skrýtið og spurði oft hvar hann væri. Það var mikið fjör hjá okkur, ég fékk að sofa í rúminu hennar Silju og leika með allt dótið hennar, og meira segja fékk ég að fara í fötin hennar þegar ég vaknaði, ég vildi sko líka fá að velja úr fataskápnum eins og hún. Svo þegar við vorum búin að borða og fara út á róló og leika og ýmislegt, þá kom mamma að ná í mig. Og ekki var allt búið enn, því þegar ég var búin að borða kvöldmatinn kom Ásta frænka að passa mig. Ég var sko aldeilis ánægð með það, fyrst lékum við okkur saman og svo sagði hún mér sögur og söng fyrir mig aftur og aftur þangað til ég sofnaði.
mánudagur, október 11, 2004
Meira London
Nokkur skemmtileg orð
sunnudagur, október 10, 2004
Myndarskapur
fimmtudagur, október 07, 2004
Söngbókin mín
Sól sól gín á mig, gígí burt með þig
Gott er í sólinni, sól sól gín á mig
Tarraralla lalla
Gutti aldrei geggir þessu
Gettir sig og BARA HLÆR!
... og svo bútar héðan og þaðan úr textanum
Afi amma amma mín, útu Bakka búa
Þau eru sæt og sæt og fín
Þangað vil ég hljúga
Hljúga kítu firrildin, fyrir utan gluggan
Þarna sidlir einker inn, ofurlítil duggan
Hættu að gáta hringaKNÚS
.... restin einhvern veginn upp og ofan, en ég veit að það á að vera hringaknús, og leiðrétti mömmu þegar hún syngur hringagná
Og margt fleira kann ég að syngja, til dæmis Dvel ég í Draumahöll, Sofðu unga ástin mín (öll erindin meira og minna), Litlu andarungarnir, Sigga litla systir mín, Bí bí og blaka, Fuglinn segir bíbíbí, Grænmetislagið og fleira og fleira. Mér finnst líka svo ósköp gaman að syngja og oft þegar ég sé eitthvað sem minnir mig á eitthvað lag þá fer ég að syngja það. Til dæmis ef ég sé andarunga fer ég að syngja Litlu andarungarnir, og þegar ég var að fara til læknis sem heitir Ari fór ég að syngja Hann Ari er lítill. Ég hætti því nú samt sem betur fer áður en við hittum hann, mömmu leist held ég ekkert á.
Myndir
þriðjudagur, október 05, 2004
mánudagur, október 04, 2004
Merkishelgi
fimmtudagur, september 30, 2004
Takk fyrir batakveðjurnar
miðvikudagur, september 29, 2004
Læknirinn kom
þriðjudagur, september 28, 2004
Æ hvað ég er leið
Ég er grey
föstudagur, september 24, 2004
Leikskólamyndir
þriðjudagur, september 21, 2004
Skrímsli
mánudagur, september 20, 2004
Afmælisveislan mín
"Nýjar" myndir
sunnudagur, september 19, 2004
Frábær veisla
laugardagur, september 18, 2004
Ég á afmæli í dag
föstudagur, september 17, 2004
Fyrsti í afmæli
fimmtudagur, september 16, 2004
Ekki seinna vænna
Annars er bara allt í fínu að frétta af mér, ég fékk reyndar óhræsis vírus í munninn eftir sjúkrahúsheimsóknina og átti ósköp bágt í fimm daga. Svo fékk mamma hann líka og átti líka voða bágt, hún gat ekki einu sinni borðað súkkulaðikökuna í vinnunni sinni. En við erum alveg orðnar hressar núna, ég vona bara að við fáum ekki flensuna ljótu sem allir virðast vera að fá. Og nýju herbergin okkar Sigurðar Péturs eru alveg að verða tilbúin (eða "túlbið"), þau verða sko ótrúlega flott, Sigurður Pétur er með sjó og himin og sjóræningjaeyju og sjóræningjaskip á veggjunum og ég er með gras og himin og hús inni í hól og blóm og Bangsímon. Það verður sko gaman þegar þetta verður allt saman búið og ég get farið að leika í herberginu mínu og mamma og pabbi geta hætt að smíða.
miðvikudagur, september 01, 2004
Sjúkrahúsfjör
sunnudagur, ágúst 29, 2004
Endalausar veislur
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
Menningarpæja
laugardagur, ágúst 21, 2004
Í leikskóla er gaman
Svona er ég mikil pæja á leiðinni í leikskólann. Mér finnst "losa gaman" þar, reyndar öskra ég alltaf og hangi í mömmu þegar hún skilur mig eftir, en það er nú bara af því að ég er svolítið mikið að reyna að stjórna henni þessa dagana. En svo bara borða ég morgunmatinn með bestu lyst, svo syng ég með vinkonum mínum, hnoða leir og lita, leik mér úti og inni og allir eru með. Ég fæ líka hádegismat og nónhressingu og eftir hádegismatinn fæ ég að leggja mig með vinkonum mínum, það er svo notalegt. Þegar mamma og pabbi koma að sækja mig þarf ég að sýna þeim allt og vil helst ekki fara heim.
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Indjánasumar
Það vita náttúrulega allir hvernig veðrið er þessa dagana, og það þýðir að við mamma megum ekkert vera að því að láta í okkur heyra hérna. Ég er upptekin að aðlagast á leikskólanum (sem gengur mjög vel) og leika úti við Tönju og Telmu, og mamma og pabbi eru upptekin við að smíða pall í garðinn svo það er mikið um að vera hjá okkur. Þeir sem vilja meiri fréttir verða bara að koma í heimsókn :-)
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Detta meirrrra bljáða
föstudagur, júlí 02, 2004
Útskrifuð
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Ég er snillingur
miðvikudagur, júní 30, 2004
Mannasiðir
fimmtudagur, júní 24, 2004
Sund sund sund og meira sund
miðvikudagur, júní 23, 2004
Pottahelgin mikla í Víðihlíð
Á miðvikudaginn brunuðum við í Víðihlíð. Við brunuðum svo hratt að mamma gleymdi nokkrum hlutum, þar á meðal öllum fötunum mínum, svo pabbi og Sigurður Pétur skruppu rúnt í bæinn að sækja það sem hafði gleymst. Á meðan tókum við mamma á móti afa og ömmu og Sunnu og Magga og ég fór ekki að sofa fyrr en seint og um síðir. Ég var samt rosalega dugleg að fara að sofa, því allar snuddurnar mínar voru í bílnum hjá pabba og Sigurði Pétri svo ég sofnaði án þess að vera með eina einustu snuddu. Á fimmtudaginn var svo byrjað að koma pottinum fyrir, okkur Sigurði Pétri fannst heldur en ekki gaman að máta hann svolítið. Það var rosalega flott veður og Hekla skartaði sínu fegursta.
Það var nú einu sinni 17. júní, svo Sigurður Pétur heimtaði auðvitað hátíð. Og það var sko ekki amaleg hátíð, amma bakaði súkkulaðiköku með jarðarberjum og svo fengum við líka fullt af jarðarberjum að auki. Við fengum líka blöðrur, ég fékk hestablöðru og Sigurður Pétur uglublöðru. Mér fundust blöðrurnar mjög skrýtnar og skemmtilegar, þær gátu nefnilega flogið og svo skrjáfaði í þeim. Maggi var nú eitthvað að stríða mér og lét blöðruna mína fljúga alveg upp í loft þannig að ég náði ekki í spottann. Ég sá að ég gæti ekki látið stríða mér svona og æfði mig seinna í drykklanga stund í að hoppa, ég lagði mig alla fram en mér tókst nú ekki að láta tærnar lyftast frá gólfinu.En mér tókst alla vega að skemmta öllum mjög vel.
Kallarnir voru ótrúlega duglegir að smíða og setja upp pottinn svo að um kvöldið gátu allir farið í pottinn nema ég, klukkan var orðin of margt svo að ég þurfti að fara að sofa. En ég fékk að fara í hann daginn eftir og það var sko ekkert smá gaman, það er stökkpallur í honum og ég prílaði aftur og aftur upp á stökkpallinn og lét mig detta af honum á bólakaf. Á laugardaginn skruppum við líka í sund í Þjórsárdal, þar var reyndar ekki stökkpallur en hins vegar var brekka sem var mjög gaman að hlaupa niður.
Á sunnudaginn var svo kominn tími til að halda heim, það var reyndar svo gott veður að við ætluðum aldrei að komast af stað, en mamma og pabbi og afi og amma ákváðu samt að standa við það að fara torfærufjallveg heim. Það fannst okkur Sigurði Pétri sko gaman (þó við værum reyndar orðin pínu þreytt undir lokin, við vorum ekki komin heim fyrr en 11 um kvöldið). Mest fannst okkur gaman að hossast og keyra í vatn, Stóra Laxá var til dæmis mjög stór og djúp og skemmtileg. Það var líka gaman að stoppa og borða nesti, og skoða fjöllin og jöklana sem voru ótrúlega flott í góða veðrinu. En það var líka gott að koma heim og þó að klukkan væri orðin margt þá var ég ekkert til í að fara að sofa, ég vildi lesa allar bækurnar mínar, horfa á allar vídeóspólurnar, lita, kubba, púsla og bara gera allt sem er hægt að gera heima og ég var ekki búin að gera í marga daga. En svo var auðvitað líka gott að sofna í rúminu sínu, ég var nú orðin ansi lúin verð ég að viðurkenna.
miðvikudagur, júní 16, 2004
Mikið var þetta nú gott
þriðjudagur, júní 15, 2004
Smá skýringar
mánudagur, júní 14, 2004
Muuuuuu
laugardagur, júní 12, 2004
Nýjar myndir
föstudagur, júní 11, 2004
Það er gott að eiga góða að
fimmtudagur, júní 03, 2004
Húrra fyrir rörunum
þriðjudagur, júní 01, 2004
Allt að gerast
föstudagur, maí 28, 2004
Í leikskóla er gaman
þriðjudagur, maí 25, 2004
Meira mas
Viðburðarík helgi
þriðjudagur, maí 18, 2004
Algjört partýdýr
fimmtudagur, maí 13, 2004
Partífjör
fimmtudagur, maí 06, 2004
Nýjar myndir
miðvikudagur, maí 05, 2004
Sjúkkitt
Rör skrör
Jæja, en svo ég segi nú frá einhverju skemmtilegu þá er ég nýkomin frá Akureyri, við pabbi og mamma voru í viku hjá afa og ömmu Dissennu (Giselu). Það var alveg ótrúlega skemmtilegt og ég lenti í mörgum ævintýrum. Ég fór að andapollinum og borðaði brauð (ég var miklu svengri en endurnar) og í sund (áður en ég fékk eyrnabólguna). Við fórum líka í bíltúr í Mývatnssveit og skoðuðum dýrin. Ég þóttist heldur betur ætla að klappa þeim, en ég var svo heppin að kindurnar og hestarnir vildu ekki láta klappa sér svo ég þurfti ekki að standa við það. Hins vegar vildu kýrnar og kálfarnir það alveg, en þá reyndist hjartað mitt aðeins of lítið, ég stökk bara um hálsinn á mömmu og sagðist vera búin að klappa þeim. Þetta var nú samt mjög gaman og mikið ævintýri. Svo fórum við líka í Námaskarð, mamma var nú alveg hissa hvað mér fannst það skemmtilegt. Það var alls staðar muuu eitt (mjög heitt) og skrýtin jörðin. Ég vildi sko skoða hvern einasta smápoll á svæðinu, mér fannst þetta svo spennandi.
Svo var náttúrulega aðaltilefni ferðarinnar, nefnilega ittla afa (veislan hans afa). Það var ótrúlega spennandi, ég fékk að fara í kjól og spariskó og fara í nýja safnið hans og borða margar kleinur og dansa í marga hringi. Það var troðfullt af fólki og sumt af því var víst meira að segja voða merkilegt. Þetta var sérdeilis ánægjulegt allt saman.
Jæja, þá þarf ég að drífa mig til læknisins. Meira síðar...
þriðjudagur, apríl 20, 2004
Það sem Rósa Elísabet sagði ekki frá
sunnudagur, apríl 18, 2004
Í dag gerðist þetta helst
Sigurður Pétur fór í karate. Á meðan fór ég til afa og ömmu. Afi blés upp blöðru. Hún sprakk. Þá blés hann upp aðra blöðru. Amma las fyrir mig bók. Þegar ég kom heim fór ég að kúra í kerrunni. Ég tók með mér dúkku, snuddu og kisu. Þegar ég vaknaði skoðaði ég myndir með mömmu og spilaði tónlist.
fimmtudagur, apríl 15, 2004
Páskafjör
Við fórum í marga skemmtilega leiðangra, til dæmis fórum við upp að jöklinum og ég prófaði að láta draga mig á snjóþotu. Fyrst þorði ég reyndar ekki að setjast á þotuna og vildi bara draga hana sjálf, en svo þegar ég loksins þorði þá var sko fjör maður! Ég bara hló og hló endalaust, sérstaklega þegar mamma dró mig niður brekku svo ég fór dálítið hratt. Við fórum líka á Djúpalónssand og ég labbaði alla leið yfir í Dritvík. Reyndar með góðri hjálp frá öllum hinum, ekki síst afa, en ég var samt líka mjög dugleg að labba sjálf. Og við fórum á Búðir þar sem var fullt af fuglum, það fannst mér mjög spennandi, sérstaklega að heyra í þeim. Mér fannst líka spennandi að henda steinum í sjóinn, þá heyrðist sko skemmtilegt hljóð.
Eftir að við komum svo heim hefur það helst borið til tíðinda að ég er komin með rör í eyrun og laus við nefkirtlana. Það gekk bara vel, ég var reyndar dálitla stund að jafna mig eftir að ég vaknaði, ég skildi eiginlega ekkert hvað hafði gerst og var öll eitthvað ringluð og vansæl. Mér var líka hálfillt í maganum mínum, var svöng en hafði samt ekki lyst á neinu. En svo jafnaði ég mig nú fljótt og nú er ég bara kát og glöð að leika við stóra bróður sem ég var búin að sakna mjög mikið um páskana.
mánudagur, apríl 05, 2004
Hress og kát
föstudagur, apríl 02, 2004
Læknisheimsókn
miðvikudagur, mars 31, 2004
Mamma kjáni
þriðjudagur, mars 30, 2004
Enn og aftur lasin
Annars var rosalega gaman hjá mér um helgina, ég fór í sund með pabba og mömmu og Sigurði Pétri og það var sko endalaust fjör. Ég bara kafaði og synti og náði í bolta og lék mér allan tímann. Helst vildi ég bara láta sleppa mér svo ég gæti synt sjálf. Ég er viss um að ég get það alveg, þó ég hafi reyndar strax farið á kaf þegar mamma sleppti mér. Á sunnudaginn fór ég svo í afmælisveislu til þeirra Hauks og Péturs og Silju. Það var sko gaman, fullt af krökkum sem voru að leika við mig og fullt af Stubbadóti og ég fékk bæði köku og snakk. Frábært bara!
fimmtudagur, mars 25, 2004
Meiri dagurinn
miðvikudagur, mars 24, 2004
Vertu sæll Lappi naggrís
sunnudagur, mars 21, 2004
Frábær helgi
miðvikudagur, mars 17, 2004
Heilsufréttir og fleira
föstudagur, mars 12, 2004
Veslings ég
miðvikudagur, mars 10, 2004
Stór áfangi
þriðjudagur, mars 02, 2004
Ótrúlegt en satt
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Allt í góðu
Í gær var öskudagur. Sigurður Pétur var í ótrúlega flottum beinagrindarbúningi, mér varð nú ekki alveg um sel þegar hann setti á sig grímuna, enda var hann þá bara alveg eins og beinagrind. Ég fékk að fara með ljónshaus til dagmömmunnar, ég hafði mjög gaman af því og stóð við spegilinn og urraði á sjálfa mig. Í fyrradag var víst sprengidagur, mamma og pabbi fengu saltkjöt og baunir í vinnunni en við Sigurður Pétur fengum ekkert saltkjöt, svo mamma er búin að lofa að elda það handa okkur á morgun í staðinn. Og þar á undan var bolludagur, þá fengu allir rjómabollu nema ég. Ég var svo ómöguleg hjá dagmömmunni, skældi bara og vildi ekki borða neitt, ég borðaði eina skeið af hafragraut og einn bita af banana. Kannski var ég eitthvað lasin og kannski var ég bara mömmustelpa og afbrýðissöm út í nýju börnin hjá dagmömmunni. Alla vega var ég voða glöð þegar mamma kom og sótti mig, og ennþá glaðari þegar ég fékk að borða þegar við komum heim því ég var náttúrulega orðin hræðilega svöng. Það er ekki alltaf auðvelt að vera eins árs þegar heimurinn er ekki eins og maður vill.
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Jæja
En ég þurfti sem sagt að vera heima alla síðustu viku, mamma og pabbi skiptust á að vera hjá mér. Ég var orðin frekar leið á að hanga heima og fá ekki einu sinni að fara út, svo ég var voða glöð að við skyldum fara í Víðihlíð um helgina. Sigurður Pétur var líka rosalega glaður, hann hoppaði og hrópaði "Víðihlíð, Víðihlíð", þegar hann vissi að við værum að fara þangað. Enda var mjög gaman þar, við fórum í bíltúr að skoða Hjálparfoss og út að leika og skoða tré, ég var mjög hrifin af þeim og ég kann líka alveg að segja tré (dé). En verra var að það hefur komist mús í dótakörfuna mína sem ég geymi í Víðihlíð, og hún var búin að naga fullt af dóti og sumu þurfti mamma bara að henda.
Og nú er ég semsagt komin aftur til dagmömmunnar og það er búið að vera mikið fjör, ég var svo glöð að hitta hina krakkana að ég fagnaði þeim öllum með nafni og klappi þegar þau komu inn úr lúrnum sínum. ég er svo mikið að læra ný orð núna, til dæmis kann ég að segja nafnið mitt (Dossa) og nafnið hennar mömmu (Dedli), ég kann að segja kitla (dídla), opna (dotna), upp (appi), búin að sitja (bunninni affa) og margt margt fleira.
föstudagur, febrúar 06, 2004
Aumingja ég
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Pabbi er bestur
föstudagur, janúar 30, 2004
Miklu betri
Annars svo ég segi ykkur frekar eitthvað skemmtilegt, þá er ég auðvitað alltaf á fullu að læra ný orð. Nú get ég sagt nafnið á dagmömmunni minni, Katrín (dadlí). Ég kann líka að segja kitla (dihdli), mér finnst nefnilega mjög gaman að láta kitla mig og ekki síður finnst mér gaman að láta kitla einhvern annan. Svo er ég orðin mjög flink í að búa til tveggja orða setningar; halló pabbi, bless pabbi, bless fugl (iss bubbi) og bless margt fleira. Og auðvitað hið sívinsæla hvar er eitthvað; hvar er snudda, hvar er pabbi, hvar er mamma, hvar er fuglinn (haaaa bubbi), o.s.frv.
miðvikudagur, janúar 28, 2004
Hann átti afmæli í gær...
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Nýjar myndir og nýtt skipulag
sunnudagur, janúar 11, 2004
Meira mas
Ég er náttúrulega búin að gera margt skemmtilegt um jólin, á Þorláksmessu og aðfangadag vorum við hjá ömmu og afa í Hjallabrekku, mér fannst nú ekki leiðinlegt að vera eins og drottning í rosa fína jólakjólnum mínum og var líka afskaplega stillt og prúð, enda ekki annað hægt þegar maður er svona fínn. Á jóladag var ég í jólaboði hjá Silju frænku og á annan í jólum kom Sigurður Pétur og við opnuðum fleiri pakka. Ég fékk margt fínt í jólagjöf, rosa fína kápu og húfu og vettlinga við, ég er sko alveg eins og rússnesk keisaraynja í því, og alls kyns föt og leikföng sem ég er búin að hafa afskaplega gaman af. Svo kom óveður og ég fór á jólaball og strax eftir jólaballið keyrðum við til Akureyrar í óveðrinu. Mér fannst það nú ekkert rosalega skemmtilegt en pabbi og mamma sungu fyrir mig þangað til ég sofnaði loksins einhvers staðar uppi á Holtavörðuheiði og svaf alla leiðina til Akureyrar. Það var mikið fjör á Akureyri hjá ömmu og afa, fullt af krökkum, góðum mat, kleinum og alls kyns fíneríi. Svo þegar jólin voru búin þá keyrðum við aftur heim og allt fór að ganga sinn vanagang, ég var voða glöð að fara aftur til Katrínar dagmömmunnar minnar og hitta aftur vini mína þar. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að spjalla við mömmu um hvað ég hafi gert hjá dagmömmunni og við hverja ég hafi verið að leika, þá spyr hún hvort ég hafi leikið við þennan og hinn og hvort við höfum leikið með þetta og hitt, og ég segi jamm og ef hún hættir þá segi ég meija. Ég veit nefnilega alveg hvað mér þykir skemmtilegt og kann líka alveg að láta vita af því. Til dæmis er ég orðin hundleið á Dvel ég í draumahöll sem mamma var alltaf að syngja þegar ég fór að sofa, nú vil ég bara láta syngja mu-mu-mu. Helst myndi ég vilja að mamma væri hjá mér að syngja mu-mu-mu alveg þangað til ég sofna.
föstudagur, janúar 02, 2004
Orð af orði
jæja
takk (dah)
nei
já (amm)
vaaaá
æ-æ
datt
hæ
halló (ajó)
bless (iss)
sitja (affa)
smekkur (datti)
seríos (isi)
kex (iss)
kaka (gúgú)
skeið (dei-i)
drekka (datta)
brauð/borða (bauja)
smjör (nana)
banani (nana)
kleina (geija)
meira (meija)
búið (buja)
snudda (dudda)
bleyja (beija)
pabbi
mamma
afi
amma
Sigurður Pétur (ana)
dansa (asa)
hundur (affa)
kisa (maaa)
kusa (muu)
fiskur (bobobb)
fugl (búbba)
svín (khr)
krókódíll (khr)
hestur (hnegghljóð)
kind (meheheh)
bolti (dahta)
bíll (brumma)
kerra/keyra (geija)
munnur (munnu)
nef (nene)
auga (auja)
eyra (eija)
enni
húfa (vúa)
vettlingar (datti)
sokkar (gakka)
peysa (issa)
jólasveinn (óvóv)
flugvél (úa)
stubbarnir (dutta)
Lala (jaja)
Núnú