föstudagur, desember 28, 2007
Líf og fjör
Heldur betur er þetta búið að vera skemmtilegt jólafrí. Ég fékk frábærar gjafir sem ég var rosalega ánægð með, á aðfangadag fékk ég að opna þrjá pakka og mér fannst það dásamlegt. Á jóladag fékk ég svo að opna ennþá fleiri pakka og það var geggjað fjör. Ég fór líka út í snjóinn með Sigurði Pétri, það var ekki síður gaman. Svo komu öll frændsystkini mín í pabba fjölskyldu í mat um kvöldið (og pabbar þeirra og mömmur líka) og við fórum líka út að leika í snjónum eftir mat. Á annan í jólum fórum við til ömmu og afa í Hjallabrekku og þar lék ég við Júlíu frænku mína. Daginn eftir, þ.e. í gær, var svo sparijólaballið og þá hittist svo skemmtilega á að Kristín Kolka var þar, svo okkur leiddist nú heldur betur ekki. Í dag var síðan jóla-náttfatapartíið mitt langþráða, ég fékk að bjóða nokkrum vinkonum í náttfatapartí um hádegisleytið. Það var svo gaman hjá okkur, við fengum pizzu og snakk, hlustuðum á tónlist, fórum í leiki og lékum okkur í herberginu mínu. Mamma og Guðmundur Steinn voru líka í náttfötum og dönsuðu með okkur. Svo kemur smá pása núna um helgina, en svo fáum við gesti á gamlárskvöld og líka á nýárskvöld og svo koma amma og afi á Akureyri vonandi eftir áramótin. Mikið finnst okkur við heppin að hafa allt þetta skemmtilega fólk í kringum okkur.
fimmtudagur, desember 27, 2007
Jólaklippingin
Mamma mín fór í klippingu rétt fyrir jólin og samþykkti að leyfa hárgreiðslukonunni að "ýta aðeins undir rauða litinn". Svo hárgreiðslukonan bara valdi litina og litaði hárið á mömmu. Og það er skemmst frá því að segja að ég fékk hláturskast þegar hún kom að sækja mig í skólann. Ég hló og hló og kom ekki upp orði í langan tíma. Svo loksins þegar ég var aðeins farin að jafna mig þá spurði mamma hvort hún væri ekki fín, "nei þú ert fyndin" sagði ég bara. Svo fór hún að sækja Guðmund Stein og hann var bara alls ekkert viss um að þetta væri rétt mamma, hann kom til hennar með hálfgerðum semingi og þegar hann var kominn í fangið á henni leit hann aftur á fóstrurnar sínar til að gá hvort þetta væri örugglega rétt, hvort hann ætti örugglega að fara heim með þessari konu. Liturinn var sem sagt vel dökk rauður og mikil breyting á mömmu okkar. En núna þegar við erum öll búin að venjast þessu þá finnst okkur þetta bara mjög fínt :-)
mánudagur, desember 24, 2007
Jólakveðja
Kæru vinir, frændur og frænkur, afar og ömmur og allir aðrir. Sökum ýmissa tölvutengdra vandamála á heimili tölvunarfræðinganna tveggja varð ekkert úr sendingu jólakorta þetta árið. Í staðinn kemur jólakveðjan hér í þetta sinn (og Guðmundur Steinn ætlar líka að senda jólakveðju).
Þetta er búið að vera skemmtilegt og viðburðaríkt ár hjá mér eins og fleirum í fjölskyldunni. Ég byrjaði í skóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar, og ég byrjaði líka að læra á selló. Ég fór til Þýskalands að hitta ættingja og til Svíþjóðar að heimsækja Sunnu og Magga og líurnar litlu tvær (Emilíu og Júlíu). Svo fór ég í margar skemmtilegar heimsóknir, hélt veislur og margt fleira. Ég sendi hoppandi og skoppandi jólakveðjur til ykkar allra með kærum þökkum fyrir góðar stundir á árinu. Ég hlakka til að heimsækja ykkur flest sem fyrst og helst fá að gista, það finnst mér skemmtilegast.
Jólakossar og knús frá Rósu Elísabetu og fjölskyldu
Þetta er búið að vera skemmtilegt og viðburðaríkt ár hjá mér eins og fleirum í fjölskyldunni. Ég byrjaði í skóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar, og ég byrjaði líka að læra á selló. Ég fór til Þýskalands að hitta ættingja og til Svíþjóðar að heimsækja Sunnu og Magga og líurnar litlu tvær (Emilíu og Júlíu). Svo fór ég í margar skemmtilegar heimsóknir, hélt veislur og margt fleira. Ég sendi hoppandi og skoppandi jólakveðjur til ykkar allra með kærum þökkum fyrir góðar stundir á árinu. Ég hlakka til að heimsækja ykkur flest sem fyrst og helst fá að gista, það finnst mér skemmtilegast.
Jólakossar og knús frá Rósu Elísabetu og fjölskyldu
laugardagur, desember 01, 2007
Upprennandi sellósnillingur
Í dag spilaði ég í fyrsta skipti á sellóið mitt á tónleikum. Það gekk mjög vel hjá okkur, við spiluðum Löggan segir stopp stopp og Risakóngur Ragnar og spiluðum alveg eins og englar. Ég var bara pínu súr að fá ekki að spila meira. En ég jafnaði mig nú fljótt á því. Á eftir var svo jólaball og það kom jólasveinn og allt. Ég var aldeilis ekki feimin við hann eins og ég var nú stundum í gamla daga, hann meira að segja tók mig í fangið og sýndi öllum að ég væri með stjörnur í augunum af því ég er búin að vera svo stillt og góð (eins gott að hann veit greinilega ekki alveg allt... ;-) jújú, ég er alltaf mjög stillt og góð). Svo dönsuðum við í kringum jólatré og fengum kökur. Heldur betur var þetta flott.
sunnudagur, nóvember 18, 2007
KK
Ein lítil saga af mér, ég spurði mömmu hver væri að syngja lagið í útvarpinu. Mamma sagði, "hann er kallaður KK en hann heitir Kristján Kristjánsson". "Er hann kallaður KK?", spurði ég, það fannst mér skrítið. "Segir mamma hans þá svona, KK, komdu inn að borða..."
Svíþjóðarferð
Jæja gott fólk. Það verður nú að segjast að eini gallinn við nýju vinnuna hennar mömmu er hvað hún hefur lítinn tíma. Það eina sem hún gerir er að vinna, sofa og sinna okkur systkinunum. Allt annað situr á hakanum, eins og til dæmis að skrifa á síðurnar okkar og fara í gegnum myndir. En við tókum okkur smá frí um síðustu helgi og fórum í heimsókn á Gamla Brómsteinsveginn að hitta nýju frænkuna okkar og auðvitað ekki síður stóru systur hennar og foreldra. Það var nú aldeilis dandalafín ferð. Við fórum að skoða húsið hennar Línu og þakið hans Kalla á þakinu í Junibacken, skoðuðum Vasa safnið og skemmtum okkur ótrúlega vel við að fikta í alls kyns tilraunum í Tom Tits Experiment (þetta er ekki dónalegt Tits heldur sænskt). Þetta var allt saman alveg stórkostlega skemmtilegt og okkur systkinunum finnst Svíþjóð alveg frábært land.
Til viðbótar við þetta höfðum við það ósköp gott hjá Sunnu og Magga, ég fór út á róló með Sunnu og Júlíu, við bökuðum piparkökur, lékum okkur öll saman, við Júlía vorum duglegar að lita og hlusta á tónlist saman, og við Sigurður Pétur náðum að búa til snjókarl í garðinum. Við þökkum höfðingjunum á Gamla Brómsteins kærlega fyrir okkur og hlökkum mikið til að hitta þau aftur eftir tvær vikur hérna á Íslandi.
Nú, það fór hins vegar verr með heimferðina. Það byrjaði á því að mamma fékk gubbupest nóttina áður en við fórum. Hún hélt samt að þetta yrði allt í lagi og við komum okkur öll út á flugvöll, mamma frekar drusluleg. Inni á flugvellinum byrjaði ég síðan að gubba, og Sigurður Pétur byrjaði í flugvélinni. Guðmundur Steinn var hins vegar eldhress allan tímann og harðneitaði að sofa í flugvélinni. Þetta var því ansi skrautlegt ferðalag og við vorum mikið fegin þegar það var búið.
Til viðbótar við þetta höfðum við það ósköp gott hjá Sunnu og Magga, ég fór út á róló með Sunnu og Júlíu, við bökuðum piparkökur, lékum okkur öll saman, við Júlía vorum duglegar að lita og hlusta á tónlist saman, og við Sigurður Pétur náðum að búa til snjókarl í garðinum. Við þökkum höfðingjunum á Gamla Brómsteins kærlega fyrir okkur og hlökkum mikið til að hitta þau aftur eftir tvær vikur hérna á Íslandi.
Nú, það fór hins vegar verr með heimferðina. Það byrjaði á því að mamma fékk gubbupest nóttina áður en við fórum. Hún hélt samt að þetta yrði allt í lagi og við komum okkur öll út á flugvöll, mamma frekar drusluleg. Inni á flugvellinum byrjaði ég síðan að gubba, og Sigurður Pétur byrjaði í flugvélinni. Guðmundur Steinn var hins vegar eldhress allan tímann og harðneitaði að sofa í flugvélinni. Þetta var því ansi skrautlegt ferðalag og við vorum mikið fegin þegar það var búið.
fimmtudagur, október 18, 2007
Vangaveltur
Þegar ég var lítil fundust mér svona tómatabrandarar fyndnir. Það eru sko svona brandarar um tómata sem voru að labba yfir götuna og svo var keyrt yfir þá. En núna finnst mér þetta ekkert fyndið því þeir myndu bara slasast, eins og Gabríel þegar það var keyrt á hann.
En fimleikakennarinn minn, hún var einu sinni í landsliðinu í fimleikum, af því að hún var alltaf svo þögul á æfingum.
En fimleikakennarinn minn, hún var einu sinni í landsliðinu í fimleikum, af því að hún var alltaf svo þögul á æfingum.
sunnudagur, október 14, 2007
Slasaður sellósnillingur
Á föstudaginn var ég að fara handahlaup í skólanum og rakst með fótinn í ofn. Ég fékk mjög hræðilegt sár, það var sko þannig að skinnið var út úr mér og kjötið líka! (Innskot frá mömmu: þetta var smá skeina, þurfti varla plástur).
Í gær fór ég í fyrsta skipti í hóptíma í selló, það var mjög skemmtilegt og ég var mjög dugleg. Við hrærðum í potti með boganum, gerðum þvottavél og rakettur. Svo spiluðum við Löggan segir stopp, stopp, Fá epli, Risakóngur Ragnar og Pínulitlar piparkökur. Mér fer mjög hratt fram á sellóið, enda er ég yfirleitt dugleg að æfa mig.
Í gær fór ég í fyrsta skipti í hóptíma í selló, það var mjög skemmtilegt og ég var mjög dugleg. Við hrærðum í potti með boganum, gerðum þvottavél og rakettur. Svo spiluðum við Löggan segir stopp, stopp, Fá epli, Risakóngur Ragnar og Pínulitlar piparkökur. Mér fer mjög hratt fram á sellóið, enda er ég yfirleitt dugleg að æfa mig.
sunnudagur, október 07, 2007
Sund og slys
Í gær var ég búin að vinna mér inn 10 broskalla fyrir að vera dugleg að æfa mig á sellóið og fékk þess vegna að fara í sund með mömmu. Við fórum í Árbæjarlaugina og á leiðinni kannaðist ég alveg við mig og var að rifja upp þegar ég fór í Árbæinn með Kristínu Kolku vinkonu minni í fyrrasumar. Þegar við vorum síðan búnar að vera dálitla stund í sundinu, hvern hittum við þá nema Kristínu Kolku! Það voru sko fagnaðarfundir, við lékum okkur saman góða stund og fórum óteljandi ferðir í rennibrautina. Það var ótrúlega skemmtilegt.
Þegar við mamma vorum síðan að klæða okkur sá mamma að pabbi var búinn að reyna að hringja í okkur svo hún hringdi í hann til baka. Þá sagði hann að það hefði verið keyrt á Gabríel og hann væri slasaður. Grey Gabríel, okkur mömmu dauðbrá og við brunuðum heim eins hratt og við máttum. Gabríel kom á móti okkur og fagnaði okkur þegar við komum heim, og hann gat alveg labbað, en hann var samt með slæmt sár á einum fætinum svo að mamma fór með hann til dýralæknisins. Læknirinn tók mynd af fætinum hans en hann var sem betur ekki brotinn. Svo setti læknirinn umbúðir og gaf honum sýklalyf og verkjalyf. Vonandi grær þetta vel, grey óþekki hundurinn okkar.
Þegar við mamma vorum síðan að klæða okkur sá mamma að pabbi var búinn að reyna að hringja í okkur svo hún hringdi í hann til baka. Þá sagði hann að það hefði verið keyrt á Gabríel og hann væri slasaður. Grey Gabríel, okkur mömmu dauðbrá og við brunuðum heim eins hratt og við máttum. Gabríel kom á móti okkur og fagnaði okkur þegar við komum heim, og hann gat alveg labbað, en hann var samt með slæmt sár á einum fætinum svo að mamma fór með hann til dýralæknisins. Læknirinn tók mynd af fætinum hans en hann var sem betur ekki brotinn. Svo setti læknirinn umbúðir og gaf honum sýklalyf og verkjalyf. Vonandi grær þetta vel, grey óþekki hundurinn okkar.
sunnudagur, september 30, 2007
Veisluhöld
Þá er heldur betur búið að halda upp á afmælið mitt. Í gær komu vinkonur mínar úr skólanum og við héldum fiðrildaveislu með fiðrildaskrauti, fiðrildatattúi og fiðrildaköku. Það var mjög gaman, nema mér fannst pínu erfitt að stelpurnar skyldu ekki gera allt eins og ég vildi. En svo jafnaði ég mig alveg og ég var mjög ánægð með veisluna.
Í dag kom svo öll fjölskyldan og hélt upp á bæði afmælið mitt og afmælið hans Nonna frænda. Mamma gerði Hello Kitty köku handa mér fyrir þá veislu, enda er ég mjög hrifin af Hello Kitty þessa dagana. Ég fékk einmitt Hello Kitty dagbók í afmælisgjöf í gær og skrifaði í hana: "Kæra dabók í dag var amæli ða komu flt af gestum" og svo á aðra blaðsíðu þetta: "Á morgun er anað afmli"
Og hérna sjáið þið mig svo brosa mínu blíðasta afmælisbrosi, á meðan Gabríel stendur vörð í stofuglugganum fyrir aftan mig. Þetta voru frábær afmæli og ég er alsæl með gjafirnar og veislurnar og alla skemmtunina.
laugardagur, september 29, 2007
Ekki snillingur
Mamma kallaði mig snilling áðan. Ég leiðrétti hana snarlega og sagði að ég væri ekkert snillingur, ég hefði til dæmis ekki fundið upp símann. Um daginn var mamma að tala við Sunnu frænku í símann og sagði mér seinna að hún hefði beðið að heilsa. Ég skildi ekki alveg hvað þýddi, en svo fattaði ég það, "já sendi hún broskall" sagði ég.
sunnudagur, september 23, 2007
Ömurlegt
Ég ætlaði að halda fínu fiðrildaveisluna mína í dag, við mamma vorum búnar að skreyta ótrúlega flotta fiðrildaköku og ég var búin að blása upp fullt af blöðrum og allt orðið svo fallegt og fínt. Og svo er ég komin með gubbupest :-( Ég var ömurlega fúl yfir að þurfa að fresta veislunni, en það eru allir í fjölskyldunni búnir að lofa að vera góðir við mig í dag og leika við mig, og við ætlum að borða fiðrildakökuna saman og svo búum við til nýja fiðrildaköku fyrir næsta laugardag því þá ætla ég að hafa veisluna sem átti að vera í dag.
þriðjudagur, september 18, 2007
Fimm ára!
Hvorki meira né minna en fimm ára er ég orðin, húrra fyrir mér! Ég byrjaði daginn á því að láta syngja fyrir mig afmælissönginn og svo föndraði ég mér afmæliskórónu. Ég fékk líka að leita að einum litlum pakka, og var afskaplega ánægð með tröllasögudiskinn sem mig var búið að langa mikið í. Svo fór ég með kórónuna mína á höfðinu í sellótíma og sellókennarinn spilaði afmælissönginn fyrir mig. Mamma brunaði síðan með mig í skólann og þar var beðið eftir mér til að fara að baka afmæliskökuna.
Eftir skóla fékk ég að leita að fleiri pökkum og svo komu amma og afi með ennþá fleiri pakka og meira að segja líka pakka frá Sunnu og fjölskyldu og Þórði. Svo ég fékk fullt af pökkum til að opna, og ég var alveg sérlega ánægð með gjafirnar, takk fyrir mig allir saman!
Næstu tvo sunnudaga ætla ég svo að halda veislur, það verður fjör. Ég er búin að vera að skipuleggja í um það bil ellefu mánuði, ég ætla nefnilega að hafa fiðrildaveislu fyrir vinkonur mínar og mamma bara vonar að veislan sú eigi eftir að standa undir væntingum.
Já svo er það nú annað í stórfréttum að ég er búin að eignast tvær litlar frænkur, eina fékk ég í afmælisgjöf sem er ömmustelpa hennar Ástu frænku og svo er hún litla krúttmús frænka mín sem fæddist í Svíþjóð síðasta miðvikudag. Svo nú er Júlía orðin stóra systir, eins og ég. Mér finnst það dálítið skrítið því hún er eiginlega bara litla barn. Sunna á eiginlega tvö litlu börn núna.
Eftir skóla fékk ég að leita að fleiri pökkum og svo komu amma og afi með ennþá fleiri pakka og meira að segja líka pakka frá Sunnu og fjölskyldu og Þórði. Svo ég fékk fullt af pökkum til að opna, og ég var alveg sérlega ánægð með gjafirnar, takk fyrir mig allir saman!
Næstu tvo sunnudaga ætla ég svo að halda veislur, það verður fjör. Ég er búin að vera að skipuleggja í um það bil ellefu mánuði, ég ætla nefnilega að hafa fiðrildaveislu fyrir vinkonur mínar og mamma bara vonar að veislan sú eigi eftir að standa undir væntingum.
Já svo er það nú annað í stórfréttum að ég er búin að eignast tvær litlar frænkur, eina fékk ég í afmælisgjöf sem er ömmustelpa hennar Ástu frænku og svo er hún litla krúttmús frænka mín sem fæddist í Svíþjóð síðasta miðvikudag. Svo nú er Júlía orðin stóra systir, eins og ég. Mér finnst það dálítið skrítið því hún er eiginlega bara litla barn. Sunna á eiginlega tvö litlu börn núna.
laugardagur, september 08, 2007
Speki
Á laugardögum er ekki leikskóli og skóli, þá er frí svo maður geti þvegið fötin og svoleiðis.
Maður á að taka tillit til annarra. Mér finnst mamma stundum ekki taka nógu mikið tillit til mín þegar hún leyfir mér ekki eitthvað. Mömmur eiga að taka tillit til barnanna sinna. Ég fylgist líka vel með í umferðinni hvaða bílar eru að taka tillit til annarra og hverjir ekki.
Ég er byrjuð í sellótímum og búin að fá lánað selló. Ég er mjög spennt yfir þessu og vil helst fá að spila með sprotanum (boganum). Enn sem komið er er ég þó eiginlega bara búin að læra að standa bein, hneigja mig, sitja bein og sitja með sellóið. Ég hlakka mikið til að læra meira og fara að spila fallega tónlist.
Maður á að taka tillit til annarra. Mér finnst mamma stundum ekki taka nógu mikið tillit til mín þegar hún leyfir mér ekki eitthvað. Mömmur eiga að taka tillit til barnanna sinna. Ég fylgist líka vel með í umferðinni hvaða bílar eru að taka tillit til annarra og hverjir ekki.
Ég er byrjuð í sellótímum og búin að fá lánað selló. Ég er mjög spennt yfir þessu og vil helst fá að spila með sprotanum (boganum). Enn sem komið er er ég þó eiginlega bara búin að læra að standa bein, hneigja mig, sitja bein og sitja með sellóið. Ég hlakka mikið til að læra meira og fara að spila fallega tónlist.
mánudagur, ágúst 27, 2007
Æðislegt
Það er svo gaman í skólanum, oftast þegar pabbi og mamma spyrja hvernig dagurinn hafi verið þá svara ég, það var æðislegt! Stundum segi ég reyndar að það hafi verið hundleiðinlegt og ég hati skólann, en þá er það yfirleitt af því að ég er eitthvað pirruð út í Guðmund Stein eða Gabríel. Svo hálfri mínútu seinna er það gleymt og þá var dagurinn aftur æðislegur. Í dag ætlar mamma hennar Kristínar Kolku vinkonu minnar að sækja okkur báðar og ég fæ að fara með þeim heim. Ég hlakka mikið til, það er svo langt síðan við höfum leikið saman, hún er bara nýkomin aftur úr sumarfríi. Ég er búin að brýna það vel og vandlega fyrir mömmu að hún eigi alls ekki að sækja mig.
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
Skólastúlka
Og þá var loksins komið að því, eftir allt þetta sumarfrí, að ég byrjaði í skóla. Ég var búin að bíða lengi eftir þessum degi og síðustu dagana hérna heima áður en skólinn byrjaði var ég orðin mjög óþreyjufull. Mamma keyrði mig í skólann fyrsta daginn, ég byrjaði á því að fá skólaföt og skipta um föt því mér fannst ekki koma til greina að vera í öðru en skólafötum í skólanum. Svo bara dreif ég mig inn og fór að borða morgunmat, mundi varla eftir því að kveðja mömmu einu sinni. Dagurinn gekk mjög vel og ég var ánægð og upp með mér að vera orðin Barnaskólastúlka. Ég var nú samt dálítið lúin þegar ég kom heim og í smástund þurfti ég að sitja í mömmufangi og gráta svolítið. Eiginlega ekki yfir neinu sérstöku, ég var bara svona aum og lítil í mér í spennufallinu. En svo jafnaði ég mig alveg og daginn eftir var ég spennt og kát að fara í skólabílinn og kom svo heim með honum aftur í lok dagsins. Mikið fannst mömmu ég vera orðin stór og dugleg stúlka.
Pabbi er í útlöndum að vinna. Í skólanum í dag skrifaði ég honum bréf og bað mömmu að fara með það á pósthúsið. Það er sko ekki hægt að senda það í tölvunni því það er búið að skrifa það á blað. Pabbi reyndar kemur heim á morgun, en bréfið á samt fyrst að fara til hans fyrst. Það er svona:
Elsku pabi ég vona að ðú komi heim frá Rósu knús go kosar
Pabbi er í útlöndum að vinna. Í skólanum í dag skrifaði ég honum bréf og bað mömmu að fara með það á pósthúsið. Það er sko ekki hægt að senda það í tölvunni því það er búið að skrifa það á blað. Pabbi reyndar kemur heim á morgun, en bréfið á samt fyrst að fara til hans fyrst. Það er svona:
Elsku pabi ég vona að ðú komi heim frá Rósu knús go kosar
Síðasti kafli í sumarfríinu
Við enduðum sumarfríið á því að fara í Víðihlíð í nokkra daga. Það var mjög notalegt eins og alltaf, og alltaf jafn gaman að þvælast um móana, finna krækiber og fjallagrös og lúpínufræ til að borða, gleym-mér-eiar (hvernig skrifar maður það eiginlega? ekki eyjar...) til að líma á sig, greinar, spýtur, steina og alls kyns gersemar. Eins og oft áður skoðuðum við þjóðveldisbæinn og Hjálparfoss, fórum í sund í Reykholti og borðuðum ís í Árnesi. Við stóru systkinin fengum að fara á hestbak á Hestakránni og ég fékk að fara heillangt út fyrir gerðið, þó ég sé bara fjögurra ára. Mamma sagði að ég hefði fengið að fara eins langt og átta ára! Sigurður fékk samt að fara aðeins lengra, enda er hann tíu ára og búinn að fara á tvö hestanámskeið.
Eftir allt þetta sumarfrí var síðan alveg ágætt að koma heim og slappa af. Þegar við vorum búin að vera heima í svona tvo-þrjá daga tók ég upp á því að skríða upp í rúm undir hádegið og leggja mig í svona klukkutíma. Ég var greinilega orðin dálítið þreytt eftir allt fjörið í fríinu.
Eftir allt þetta sumarfrí var síðan alveg ágætt að koma heim og slappa af. Þegar við vorum búin að vera heima í svona tvo-þrjá daga tók ég upp á því að skríða upp í rúm undir hádegið og leggja mig í svona klukkutíma. Ég var greinilega orðin dálítið þreytt eftir allt fjörið í fríinu.
mánudagur, ágúst 13, 2007
Áfram um sumarfríið
Jæja, næsta verkefni í sumarfríinu var að fara til Þýskalands. Það var nú ekki lítið sem við systkinin vorum búin að bíða eftir því, og við áttum í smá vandræðum með að fara að sofa nóttina áður. Við áttum hins vegar ekkert erfitt með að vakna um miðja nótt og drífa okkur út á flugvöllinn. Þetta var allt svo ótrúlega spennandi, við sváfum ekkert í flugvélinni og heldur ekkert í bílaleigubílnum á leiðinni í húsið. Ég átti kannski smá erfitt með skapið mitt, og fékk til dæmis dálítið mikið brjálæðiskast yfir helvítis ógeðslega smábarnastólnum sem ég átti að sitja í. Svo kom í ljós að hann var hvort sem er of lítill, svo ég fékk sem betur fer sessu í staðinn. Þegar við komum síðan í húsið hittum við Silju frænku og alla frændurna og ég var aldeilis ekki á því að ég væri neitt þreytt, ónei alls ekki! Ég vildi endilega fara út að leika og var í miklu fjöri alveg fram á kvöld, þá loksins samþykkti ég að leggjast út af og ég held ég hafi verið sofnuð áður en ég var búin að loka augunum.
Nú, svo var náttúrulega bara endalaust fjör hjá okkur. Við hittum ættingja okkar í Þýskalandi á veitingastað í kastala, við krakkarnir lékum okkur í kastalanum og fórum margar ferðir upp í turninn, ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Við fórum líka í siglingu á ánni Neckar sem rann þarna um, skoðuðum húsið þar sem amma Gisela átti heima, fórum í tívolí, sundlaugagarð, dýragarð, og náttúrulega lékum okkur saman frændsystkinin.
Síðustu nóttina voru allir farnir nema við fjölskyldan og afi Jón, og þá gistum við í kastalanum sem var rétt hjá okkur. Það var mjög spennandi og ævintýralegt. Við löbbuðum niður í þorpið, sem var mjög erfitt, það voru eitthvað yfir hundrað tröppur (ég taldi þær allar en við mamma erum búnar að gleyma tölunni). Við höfðum ætlað að kíkja í búðir en þetta var pínulítið þorp og allar búðir voru lokaðar á laugardegi. Svo kom allt í einu hellidemba svo þá flýðum við inn á næsta kaffihús og fengum okkur ís. Svo þrömmuðum við upp allar tröppurnar aftur, mamma og pabbi með Guðmund Stein í kerrunni á milli sín. Það var ekki auðvelt.
Við fórum svo í flugvélina heim seint um kvöld. Þá vorum við orðin frekar lúin og alveg til í að leggja okkur, Guðmundur Steinn sofnaði áður en vélin var komin á loft en ég skoðaði litabókina sem ég fékk og borðaði matinn hans Guðmundar Steins, bað svo um teppi og steinsofnaði á stundinni. Það var síðan ósköp notalegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt.
Nú, svo var náttúrulega bara endalaust fjör hjá okkur. Við hittum ættingja okkar í Þýskalandi á veitingastað í kastala, við krakkarnir lékum okkur í kastalanum og fórum margar ferðir upp í turninn, ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Við fórum líka í siglingu á ánni Neckar sem rann þarna um, skoðuðum húsið þar sem amma Gisela átti heima, fórum í tívolí, sundlaugagarð, dýragarð, og náttúrulega lékum okkur saman frændsystkinin.
Síðustu nóttina voru allir farnir nema við fjölskyldan og afi Jón, og þá gistum við í kastalanum sem var rétt hjá okkur. Það var mjög spennandi og ævintýralegt. Við löbbuðum niður í þorpið, sem var mjög erfitt, það voru eitthvað yfir hundrað tröppur (ég taldi þær allar en við mamma erum búnar að gleyma tölunni). Við höfðum ætlað að kíkja í búðir en þetta var pínulítið þorp og allar búðir voru lokaðar á laugardegi. Svo kom allt í einu hellidemba svo þá flýðum við inn á næsta kaffihús og fengum okkur ís. Svo þrömmuðum við upp allar tröppurnar aftur, mamma og pabbi með Guðmund Stein í kerrunni á milli sín. Það var ekki auðvelt.
Við fórum svo í flugvélina heim seint um kvöld. Þá vorum við orðin frekar lúin og alveg til í að leggja okkur, Guðmundur Steinn sofnaði áður en vélin var komin á loft en ég skoðaði litabókina sem ég fékk og borðaði matinn hans Guðmundar Steins, bað svo um teppi og steinsofnaði á stundinni. Það var síðan ósköp notalegt að koma heim og leggjast í rúmið sitt.
laugardagur, ágúst 11, 2007
Sumarfríið
Þá er þessu sumarfríi um það bil að ljúka, og loksins loksins fæ ég að fara í Barnaskólann. Ég byrja á mánudaginn, ekki á morgun heldur hinn, og hlakka mikið til að byrja í skólanum og hitta allar vinkonur mínar aftur.
Við erum búin að þvælast ýmislegt í fríinu. Við byrjuðum á því að skella okkur í útilegu vestur á Skarðsströnd. Það var dálítið langt að keyra og tók langan tíma að finna stað til að tjalda á. Ég var orðin dauðþreytt á þessu þegar við loksins komumst í tjaldið seint um kvöld, og um nóttina hélt mig áfram að dreyma um þetta vesen svo ég kvartaði upp úr svefni, "ég nenni ekki að bíða svona lengi!". Við höfðum það annars mjög fínt í tjaldinu, skoðuðum okkur um á svæðinu, fórum í sund og svona þetta hefðbundna. Við fórum líka í siglingu og gönguferð um Skáleyjar með leiðsögn, það var mjög skemmtilegt. Við enduðum svo útileguna á að koma við á víkingabænum að Eiríksstöðum og það fannst okkur systkinunum alveg frábært. Við fengum meira að segja að kaupa víkingadót, sem var nú eiginlega toppurinn.
Og þetta var fyrsta vers, meira síðar þar sem við Guðmundur Steinn nennum ekki að leyfa mömmu að vera í tölvunni lengur.
Við erum búin að þvælast ýmislegt í fríinu. Við byrjuðum á því að skella okkur í útilegu vestur á Skarðsströnd. Það var dálítið langt að keyra og tók langan tíma að finna stað til að tjalda á. Ég var orðin dauðþreytt á þessu þegar við loksins komumst í tjaldið seint um kvöld, og um nóttina hélt mig áfram að dreyma um þetta vesen svo ég kvartaði upp úr svefni, "ég nenni ekki að bíða svona lengi!". Við höfðum það annars mjög fínt í tjaldinu, skoðuðum okkur um á svæðinu, fórum í sund og svona þetta hefðbundna. Við fórum líka í siglingu og gönguferð um Skáleyjar með leiðsögn, það var mjög skemmtilegt. Við enduðum svo útileguna á að koma við á víkingabænum að Eiríksstöðum og það fannst okkur systkinunum alveg frábært. Við fengum meira að segja að kaupa víkingadót, sem var nú eiginlega toppurinn.
Og þetta var fyrsta vers, meira síðar þar sem við Guðmundur Steinn nennum ekki að leyfa mömmu að vera í tölvunni lengur.
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Heimspekilegar umræður við kvöldmatarborðið
Sigurður Pétur: Ég veit hvað er erfið spurning. Hvernig skapaðist heimurinn.
Rósa Elísabet: Það er nú ekki erfitt. Hver skapaði heiminn, það er Guð.
Sigurður Pétur: Og hver var fyrsti maðurinn, það er líka erfið spurning.
Rósa Elísabet: Nei það er ekkert erfitt, fyrsti maðurinn var í gamla daga.
Svona er nú lífið miklu einfaldara þegar maður er fjögurra ára heldur en tíu ára.
P.s. Erum á kafi í sumarfríi, fréttir af okkur koma síðar
Rósa Elísabet: Það er nú ekki erfitt. Hver skapaði heiminn, það er Guð.
Sigurður Pétur: Og hver var fyrsti maðurinn, það er líka erfið spurning.
Rósa Elísabet: Nei það er ekkert erfitt, fyrsti maðurinn var í gamla daga.
Svona er nú lífið miklu einfaldara þegar maður er fjögurra ára heldur en tíu ára.
P.s. Erum á kafi í sumarfríi, fréttir af okkur koma síðar
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Eðli
Ég á nokkrar dúkkur og ýmislegt þeim tilheyrandi. Mér finnst alveg gaman að leika mér með þetta, sérstaklega með vinkonum mínum, en ég hef aldrei tekið neina dúkku í sérstakt uppáhald og gefið henni nafn eða sofið með hana. En hins vegar er lítil græn gúmmíeðla í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Hann heitir Eðli og ég sef með hann í lófanum. Svona er ég eðlileg.
Annars er ég öll krambúleruð núna, á föstudaginn datt ég á gangstéttinni og hruflaðist um allt, þó verst á öðru hnénu. Svo er ég búin að detta nokkrum sinnum í viðbót og skrapa smá skinn. En verst var þó þegar ég festist í pípuhliðinu í Víðihlíð á mánudaginn. Ég var að labba og svo allt í einu datt ég og annað hnéð var alveg pikkfast. Mamma og pabbi héldu næstum að þau yrðu að skilja mig eftir, eða alla vega fótinn. En sem betur fer tókst pabba að toga hann lausan, svo fékk ég risastóra marbletti og bólgnaði öll í kringum hnéð.
Annars er ég öll krambúleruð núna, á föstudaginn datt ég á gangstéttinni og hruflaðist um allt, þó verst á öðru hnénu. Svo er ég búin að detta nokkrum sinnum í viðbót og skrapa smá skinn. En verst var þó þegar ég festist í pípuhliðinu í Víðihlíð á mánudaginn. Ég var að labba og svo allt í einu datt ég og annað hnéð var alveg pikkfast. Mamma og pabbi héldu næstum að þau yrðu að skilja mig eftir, eða alla vega fótinn. En sem betur fer tókst pabba að toga hann lausan, svo fékk ég risastóra marbletti og bólgnaði öll í kringum hnéð.
fimmtudagur, júní 28, 2007
Útilegan
Fyrsta tjaldútilegan okkar í langan tíma var núna um síðustu helgi. Við fórum nefnilega ekkert í fyrra, mamma letihaugur var með svo feita bumbu að hún nennti ekki í tjald. En nú drifum við okkur á útileguættarmót hjá afa Jóni og systkinum hans. Það var einfaldlega í stuttu máli sagt alveg frábærlega skemmtilegt. Ég eignaðist fullt af vinum og vinkonum og lék mér í alls konar leikjum með þeim út í eitt, langt fram á kvöld.
Á laugardaginn fórum við í bíltúr um Snæfellsnesið og fórum í lautarferð í góða veðrinu með Silju frænku og fjölskyldu. Á sunnudaginn fórum við aftur í bíltúr um nesið og amma og afi fóru líka með. Það var nú ekki alveg eins gott veður, en við fórum samt í smá lautarferð þangað til fór að rigna á okkur.
Gabríel var með okkur og var ótrúlega duglegur, hann lá á gólfinu í bílnum og var ekkert bílveikur. Svo hljóp hann um tjaldstæðið og lék við hina hundana og krakkana, yfir sig glaður og hamingjusamur. Enda var hann svo þreyttur eftir ferðina að hann svaf eiginlega samfellt í tvo sólarhringa. Ég held að hann væri alveg til í að búa í tjaldi.
Á laugardaginn fórum við í bíltúr um Snæfellsnesið og fórum í lautarferð í góða veðrinu með Silju frænku og fjölskyldu. Á sunnudaginn fórum við aftur í bíltúr um nesið og amma og afi fóru líka með. Það var nú ekki alveg eins gott veður, en við fórum samt í smá lautarferð þangað til fór að rigna á okkur.
Gabríel var með okkur og var ótrúlega duglegur, hann lá á gólfinu í bílnum og var ekkert bílveikur. Svo hljóp hann um tjaldstæðið og lék við hina hundana og krakkana, yfir sig glaður og hamingjusamur. Enda var hann svo þreyttur eftir ferðina að hann svaf eiginlega samfellt í tvo sólarhringa. Ég held að hann væri alveg til í að búa í tjaldi.
mánudagur, júní 25, 2007
Skór
Ég er loksins búin að fá aðaltískuskóna í dag! Við vorum í útilegu um helgina (meira um það seinna í annarri færslu) og þar spurði mamma hvort mig langaði í svona skó. Ójá heldur betur langaði mig í svona skó! Á leiðinni heim úr útilegunni (þegar ég var búin að sofna í bílnum og vakna aftur frekar úrill) fór ég að ræða við mömmu hvenær nákvæmlega við myndum fara að kaupa skóna. Helst vildi ég fara um leið og við kæmum heim, en mamma leiðinlega sagði að það væri ekki hægt af því þá yrði búið að loka búðinni. Ég orgaði smástund yfir því. Svo þagnaði ég, hugsaði mig um og stakk síðan upp á að við yrðum þá bara heima daginn eftir, þá gætum við farið í búðina um leið og yrði opnað. Og mamma, alltaf sami leiðindapúkinn, var nú ekki á því, hún sagðist endilega þurfa að fara í vinnuna. Ég skildi nú ekki alveg af hverju það væri svona nauðsynlegt, en mamma sagði að þegar maður væri fullorðinn yrði maður að fara í vinnuna sína, og annars myndi bara maðurinn í vinnunni skamma sig fyrir að fara úr vinnunni til að kaupa skó, það væri ekki hægt. Þá orgaði ég svolítið meira. Svo hugsaði ég mig um góða stund, og sagði síðan: "Mamma, ég veit. Segðu bara við manninn að ég sé veik!". Er ég ekki snjöll og útsmogin?
En mamma var nú ekki til í það, meiri fýlupúkinn sem hún er! Þá fór ég að reyna að semja um hvenær hún myndi sækja mig, ég vildi helst láta sækja mig klukkan ellefu og fara svo aftur í leikskólann þegar við værum búnar að kaupa skóna. En mamma vildi það ekki, hún gæti ekki farið úr vinnunni og það mætti heldur ekki trufla leikskólann. Svo á meðan við vorum í einn og hálfan tíma í halarófunni að komast inn í bæinn, var ég að orga og reyna að semja um hvenær ég yrði sótt í leikskólann. Það var allt í boði nema klukkan þrjú og klukkan fjögur, af því að það er sækjutími. Á endanum varð enginn samningur, nema daginn eftir var Guðmundur Steinn orðinn veikur, svo mamma þurfti hvort sem er að vera heima. Sigurður Pétur er náttúrulega í sumarfríi svo hann var líka heima, og þá fékk ég líka að vera heima og við fórum að kaupa skó á meðan Guðmundur Steinn svaf lúrinn sinn (pabbi var heima að vinna).
þriðjudagur, júní 05, 2007
Dæmigert
Er þetta bara ég, eða eru öll fjögurra ára börn svona?
Ég: "Hvað er klukkan?"
Mamma: "Bíddu aðeins... (ca. 5 sekúndum seinna) hún er alveg að verða sex"
Ég: "Hver?"
Ég: "Hvað er klukkan?"
Mamma: "Bíddu aðeins... (ca. 5 sekúndum seinna) hún er alveg að verða sex"
Ég: "Hver?"
fimmtudagur, maí 31, 2007
Ofnæmi fyrir útlöndum
Gleymdi að segja ykkur að Guðmundur Steinn er kannski með svoleiðis, það er sko alveg hægt. Ég heyrði ömmu eitthvað gantast með þetta við mömmu og var fljót að sjá það að það gæti alveg verið og þá gæti hann kannski ekki komið með okkur til Þýskalands. Þá verður hann bara að vera hjá ömmu og afa á meðan. Já, pottarnir hafa sko eyru og eru ekki lengi að draga sínar ályktanir.
Sjálfstæð
Ég er orðin svo stór og dugleg, að í gær labbaði ég alein heim úr leikskólanum! Mamma kom á bílnum að sækja mig en ég vildi bara drífa mig labbandi. Það eru heldur engar götur á leiðinni, ég get verið á göngustíg og gangstétt alla leiðina, en þetta er samt dálítill spotti fyrir stutta fætur.
Nú, svo var ég hjá ömmu og afa í síðustu viku, mamma og pabbi voru með Guðmund Stein gubbandi í Róm. Það var sko miklu skemmtilegra hjá mér, ég fékk krítar og krossgátubók og kjól fyrir fermingarveislu sem ég fór í með ömmu og afa. Ég fór líka með þeim í heimsókn og fékk að vaka lengi lengi með unglingunum frænkum mínum og frændum sem voru að horfa á vídeó og borða snakk. Það var sko ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur! Og ég fór á sundnámskeið, út að leika, fékk stóra flís í fótinn, tíndi orma og margt margt fleira. Þegar mamma og pabbi komu heim fékk ég svo stóra óskakúlu frá Róm, það er sko svona kúla með snjó inni í.
Núna er afi farinn í langt langt ferðalag, hann flaug til Calgary að sækja stóran bíl fyrir vinnuna sína. Svo er hann að leggja af stað að keyra bílinn alla leiðina þvert yfir Kanada. Og það er sko ekki lítið land!
Nú, svo var ég hjá ömmu og afa í síðustu viku, mamma og pabbi voru með Guðmund Stein gubbandi í Róm. Það var sko miklu skemmtilegra hjá mér, ég fékk krítar og krossgátubók og kjól fyrir fermingarveislu sem ég fór í með ömmu og afa. Ég fór líka með þeim í heimsókn og fékk að vaka lengi lengi með unglingunum frænkum mínum og frændum sem voru að horfa á vídeó og borða snakk. Það var sko ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur! Og ég fór á sundnámskeið, út að leika, fékk stóra flís í fótinn, tíndi orma og margt margt fleira. Þegar mamma og pabbi komu heim fékk ég svo stóra óskakúlu frá Róm, það er sko svona kúla með snjó inni í.
Núna er afi farinn í langt langt ferðalag, hann flaug til Calgary að sækja stóran bíl fyrir vinnuna sína. Svo er hann að leggja af stað að keyra bílinn alla leiðina þvert yfir Kanada. Og það er sko ekki lítið land!
laugardagur, maí 19, 2007
Tsjúkkitt
Ég er orðin frískari, sem betur fer. Ég fékk sennilega bæði eyrnabólgu og gubbupest í einu, ég var ægilega lasin í einn dag en svo hresstist ég fljótt. Eins gott, því þá get ég hitt Silju frænku í keilu í dag og farið í afmæli til Teits og Bergs Mána á morgun. Svo er ég að fara í pössun til ömmu og afa á morgun, því mamma og pabbi og Guðmundur Steinn eru að fara til Rómar. Ég hlakka mikið til og er alltaf að skipuleggja hvað ég eigi að taka með mér og svona. En ef einhverjir innbrotsþjófar eru að lesa þetta þá þýðir sko ekkert að brjótast hérna inn á meðan við erum í burtu, því Gabríel verður heima að passa húsið! Leigjendurnir ætla nefnilega að vera svo góð að passa hann fyrir okkur á meðan.
fimmtudagur, maí 17, 2007
Mesta grey í bænum
Ég á svoooo bágt. Í gærkvöldi fór ég að finna til í eyranu mínu og það bara versnaði og versnaði svo ég gat ekki sofnað. Á endanum samþykkti ég að fá smá verkjalyf og þá sofnaði ég loksins og svaf til eitt, en þá vaknaði ég aftur við eyrnaverkinn. Ég fékkst aftur til að taka smá meðal og náði að sofa til fjögur, en þá var ég aftur farin að finna svo mikið til og þá vildi ég alls ekki fá meira meðal. Svo ég grét og dottaði til skiptis til sex, þá bara fór ég fram, klæddi mig og fékk mér morgunmat og fór að horfa á mynd. Ég dottaði svo upprétt í stólnum yfir myndinni til átta og síðan barnatímanum. Þá var farið að leka úr eyranu mínu og það greinilega létti mikið á þrýstingnum því fyrir níu var ég lögst í rúmið mitt og steinsofnuð. Ég ætla svo að drífa mig til læknis á eftir þegar opnar á barnalæknavaktinni.
En í gær var ég ekki grey, þá fengum við Guðmundur Steinn að fara í pössun til ömmu og afa eftir leikskólann og Júlía var líka þar í pössun. Svo þið getið ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið fjör! Ég fékk meira að segja að fara aðeins út á línuskauta og afi hjálpaði mér að hanga á löppunum.
Um helgina var ég heldur ekki grey, á sunnudaginn var afmælisveisla hjá Hilku og Alla afa fyrir hann Magga. Þar fengum við afskaplega góðan mat að borða, og svo fórum við Sigurður út og lékum okkur á risastóru túni og svo á leikskólavelli við hliðina á húsinu. Það var svo frábærlega skemmtilegt að ég vildi helst drífa mig aftur þangað í heimsókn daginn eftir.
Og á laugardaginn fór ég að skoða Barnaskólann sem ég er að fara í þegar sumarið er búið. Þar var rosa skemmtilegt útisvæði, og inni var leikstofa og teppi með plássum, alveg eins og í leikskólanum mínum. Þetta verður örugglega mjög skemmtilegt. Já og ekki nóg með það, ég er sko að fara í tvo skóla í haust! Ég er nefnilega að fara að læra á selló í Suzuki skólanum. Það verður nú aldeilis spennandi. Og þá getur mamma rifjaði upp fiðlutaktana ;-)
En í gær var ég ekki grey, þá fengum við Guðmundur Steinn að fara í pössun til ömmu og afa eftir leikskólann og Júlía var líka þar í pössun. Svo þið getið ímyndað ykkur hvort það hafi ekki verið fjör! Ég fékk meira að segja að fara aðeins út á línuskauta og afi hjálpaði mér að hanga á löppunum.
Um helgina var ég heldur ekki grey, á sunnudaginn var afmælisveisla hjá Hilku og Alla afa fyrir hann Magga. Þar fengum við afskaplega góðan mat að borða, og svo fórum við Sigurður út og lékum okkur á risastóru túni og svo á leikskólavelli við hliðina á húsinu. Það var svo frábærlega skemmtilegt að ég vildi helst drífa mig aftur þangað í heimsókn daginn eftir.
Og á laugardaginn fór ég að skoða Barnaskólann sem ég er að fara í þegar sumarið er búið. Þar var rosa skemmtilegt útisvæði, og inni var leikstofa og teppi með plássum, alveg eins og í leikskólanum mínum. Þetta verður örugglega mjög skemmtilegt. Já og ekki nóg með það, ég er sko að fara í tvo skóla í haust! Ég er nefnilega að fara að læra á selló í Suzuki skólanum. Það verður nú aldeilis spennandi. Og þá getur mamma rifjaði upp fiðlutaktana ;-)
föstudagur, maí 04, 2007
Algjör snillingur
Í bílnum á leiðinni heim úr leikskólanum var ég að æfa mig að reikna:
11 + 11.. það eru... 21, nei 22.
Mamma: Já rétt, hvernig vissirðu það?
Ég: Bara af því að 11 er aðeins meira en 10 og þá eru það tveir í viðbót.
Og svo eitt gullkorn þar sem ég sat á klósettinu áðan (mamma fær orð í eyra þegar ég verð stærri og kemst að því að hún hefur skrifað þetta á netið!):
Svaka kúkur maður!
11 + 11.. það eru... 21, nei 22.
Mamma: Já rétt, hvernig vissirðu það?
Ég: Bara af því að 11 er aðeins meira en 10 og þá eru það tveir í viðbót.
Og svo eitt gullkorn þar sem ég sat á klósettinu áðan (mamma fær orð í eyra þegar ég verð stærri og kemst að því að hún hefur skrifað þetta á netið!):
Svaka kúkur maður!
fimmtudagur, apríl 26, 2007
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Sumarið byrjað
Þá er fyrsti sumardagurinn kominn, ég var aldeilis ánægð með hann. Ég ætlaði að fara í pilsi og á peysunni niður í bæ en samþykkti á endanum að klæða mig aðeins betur, þó að sumarið væri komið. Við fórum öll fjölskyldan niður á Reykjavíkurhöfn og fórum þar í siglingu um sundin. Það var ótrúlega gaman og spennandi að sitja fremst á bátnum og hossast í öldunum. Svo fórum við í mat til ömmu og afa í Hjallabrekku og fengum sumargjafir og allt.
Svo voru nú páskarnir um daginn, það var aldeilis frábært fjör. Við fórum í Víðihlíð með ömmu og afa, Sunna og Maggi og Júlía komu líka í tvær nætur og Þórður í eina nótt. Það var heilmikið smíðað og málað og gerðir fínir veggir. Ég æfði mig endalaust að standa á höndum og að skrifa, lesa og reikna í skólabókunum sem ég fékk (Geitungurinn). Ég hljóp líka um alla móa með Gabríel, tíndi fjallagrös, og lék náttúrulega við Sigurð Pétur þegar hann kom. Við leituðum að páskaeggjum í skóginum (tré á stangli í brekkunni neðan við húsið) og ég fékk málsháttinn "Sælla er að gefa en þiggja" sem átti sérlega vel við þar sem ég var afskaplega upptekin af að setja allt nammið úr egginu í skál til að geta gefið öllum með mér. Þetta var afskaplega ljúft og skemmtilegt páskafrí.
Svo voru nú páskarnir um daginn, það var aldeilis frábært fjör. Við fórum í Víðihlíð með ömmu og afa, Sunna og Maggi og Júlía komu líka í tvær nætur og Þórður í eina nótt. Það var heilmikið smíðað og málað og gerðir fínir veggir. Ég æfði mig endalaust að standa á höndum og að skrifa, lesa og reikna í skólabókunum sem ég fékk (Geitungurinn). Ég hljóp líka um alla móa með Gabríel, tíndi fjallagrös, og lék náttúrulega við Sigurð Pétur þegar hann kom. Við leituðum að páskaeggjum í skóginum (tré á stangli í brekkunni neðan við húsið) og ég fékk málsháttinn "Sælla er að gefa en þiggja" sem átti sérlega vel við þar sem ég var afskaplega upptekin af að setja allt nammið úr egginu í skál til að geta gefið öllum með mér. Þetta var afskaplega ljúft og skemmtilegt páskafrí.
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Hrakningar
Í gær slapp Gabríel út og og hljóp út í hraun með Sigurð Pétur, Heiðar og mig á eftir sér. Ég var í fínu bleiku strigaskónum mínum og þegar ég kom í hraunið þá steig ég óvart í drullu og skórnir festust í drullunni. Svo ég fór úr skónum og hljóp strákana uppi. Þá hélt Sigurður að ég hefði hlaupið út á sokkunum og sagði mér að fara heim í skó. Ég snéri við og ætlaði að fara heim, en þá var ég orðin pínu villt og rataði ekki alveg heim. Þá fór ég smá að gráta. En svo fann pabbi mig sem betur fer, ráfandi um hraunið á sokkunum. Og Sigurður fann skóna mína, svo þetta bjargaðist allt.
Og á morgun kemur páskafríið. Ég er búin að vera að telja niður síðan fyrir helgi, ég hlakka ótrúlega mikið til. Mamma er búin að kaupa páskaegg handa mér og ég er svo spennt að fá að borða það. Reyndar borða ég ekkert af namminu sem er inni í því, en súkkulaðið er ágætt og máttur auglýsinganna mikill ;-)
Og á morgun kemur páskafríið. Ég er búin að vera að telja niður síðan fyrir helgi, ég hlakka ótrúlega mikið til. Mamma er búin að kaupa páskaegg handa mér og ég er svo spennt að fá að borða það. Reyndar borða ég ekkert af namminu sem er inni í því, en súkkulaðið er ágætt og máttur auglýsinganna mikill ;-)
þriðjudagur, mars 27, 2007
Að lifa er að læra
Um helgina fórum við fjölskyldan í óvissubíltúr. Það var mjög spennandi, við villtumst um miklar ævintýraslóðir í þoku og rigningu, og svo fundum við allt í einu veitingahús (Hafið bláa) þar sem var kaffihlaðborð. Svo rötuðum við sem betur fer aftur heim. Á leiðinni að veitingahúsinu fannst mér vegurinn á einum stað aðeins of ævintýralegur, þegar ég horfði allt í einu bara beint niður í sjó úr glugganum mínum. Þá sagði ég, "ég vil ekki deyja, ég er svo ung!" Og svo bætti ég við, "ég er ekki búin að læra neitt!" Já, það er víst eins gott að halda sig við efnið, það er svo margt sem maður þarf að læra í þessu lífi. Svo í dag lærði ég um samhljóða og sérhljóða, og svo lærði ég líka að brjóta saman sokka. Ég var sko heima með mömmu og Guðmundi Steini, ég er lasin og pabbi í útlöndum, bara sama ástand og venjulega :-/ Ég er með andstyggilegar bakteríur í hálsinum (streptókokka) og þarf að taka ennþá andstyggilegra meðal til að drepa þær. En sem betur fer er meðalið líka mjög sterkt og ég er strax orðin svo hress að ég fæ að fara í leikskólann á morgun eftir að vera búin að taka meðal í tvo daga.
fimmtudagur, mars 15, 2007
Guð í gamla daga
Mamma var að lesa fyrir mig Ævintýrið um Augastein þar sem er talað um hvernig fólk var fátækt í gamla daga og átti lítinn mat og það var svo dimmt því það var ekkert rafmagn. Þetta fannst mér merkilegt. Ég held að Guð í gamla daga hafi verið fastur á krossinum, eða kannski var hann svona gamall að hann gat ekki skapað ljós og rafmagn og mat handa fólkinu. Jámm, mamma hafði alla vega enga betri skýringu á reiðum höndum.
Eru að koma jól eða hvað? Hvað ætli Guð sé nú að bralla?
Já er nema von að maður spyrji, allt í einu var þykkt snjólag yfir öllu í morgun. Ég var alveg steinhissa á þessu.
Mamma er komin heim frá útlöndum, með fullt af fötum handa mér. Þar á meðal ótrúlega flott Hello Kitty föt sem mig kannski vantaði strangt til tekið ekki en voru bara svo krúttleg að hún varð að kaupa þau. Henni finnst líka svo fyndið að þetta skuli vera komið aftur í tísku því þetta var líka í tísku þegar hún var lítil stelpa.
Pabbi var ótrúlega góður við mig á meðan mamma var í burtu, gaf mér Ronju disk, Kinder egg og ýmislegt fleira. Við fórum líka í fjöruna með Gabríel, það var alveg ískalt en samt mjög gaman, við fundum skeljar og gamlan vinnuhjálm og ýmislegt merkilegt.
Mamma er komin heim frá útlöndum, með fullt af fötum handa mér. Þar á meðal ótrúlega flott Hello Kitty föt sem mig kannski vantaði strangt til tekið ekki en voru bara svo krúttleg að hún varð að kaupa þau. Henni finnst líka svo fyndið að þetta skuli vera komið aftur í tísku því þetta var líka í tísku þegar hún var lítil stelpa.
Pabbi var ótrúlega góður við mig á meðan mamma var í burtu, gaf mér Ronju disk, Kinder egg og ýmislegt fleira. Við fórum líka í fjöruna með Gabríel, það var alveg ískalt en samt mjög gaman, við fundum skeljar og gamlan vinnuhjálm og ýmislegt merkilegt.
föstudagur, mars 09, 2007
þriðjudagur, mars 06, 2007
mánudagur, febrúar 26, 2007
Framtíðarplön
Þegar ég eignast stelpu þá ætla ég að gefa henni nafnið Elísabet Margrét, og þegar ég eignast strák þá á hann að heita Andrés Ari.
Annars er það helst að frétta að ég er loksins orðin hitalaus, ég var heima alla síðustu viku með hósta og kommur en á morgun fæ ég loksins að fara aftur í leikskólann minn. Sem er eins gott því ég er orðin hundleið á húsinu okkar og mömmu minni. Ég fór til ömmu í pössun í smástund í dag og ég öskraði bara á mömmu þegar hún kom að sækja mig, ég vildi ekkert fara með henni. Seinni partinn í dag fékk ég svo smá heimsókn. Það var lítil stúlka sem býr fyrir aftan okkur og síðast þegar ég hitti hana var hún bara skríðandi um, en nú er hún orðin svo stór að hún kom trítlandi og spurði hvort hún mætti koma inn að leika. Ég hélt það nú og vildi helst ekkert að hún færi aftur, ætlaði bara að bjóða henni í mat og svona. En hún kemur örugglega aftur í heimsókn seinna og við eigum líka örugglega eftir að leika saman úti í garði þegar fer að vora.
Já og ekki má nú gleyma því að við systkinin fórum í pössun á laugardagskvöldið til Önnu-Lindar. Við vorum alveg til fyrirmyndar og okkur fannst rosa gaman að vera þar og leika við frændur mína þá Berg Mána og Teit. Mamma og pabbi komu svo um nóttina að sækja okkur, ég vaknaði víst alveg á leiðinni og lét lesa fyrir mig þegar við komum heim og eitthvað svona, en það eina sem ég mundi daginn eftir var þegar mamma hélt á mér og ég rann alltaf niður því hún var í svo sleipum kjól og ég í sleipum náttfötum.
Annars er það helst að frétta að ég er loksins orðin hitalaus, ég var heima alla síðustu viku með hósta og kommur en á morgun fæ ég loksins að fara aftur í leikskólann minn. Sem er eins gott því ég er orðin hundleið á húsinu okkar og mömmu minni. Ég fór til ömmu í pössun í smástund í dag og ég öskraði bara á mömmu þegar hún kom að sækja mig, ég vildi ekkert fara með henni. Seinni partinn í dag fékk ég svo smá heimsókn. Það var lítil stúlka sem býr fyrir aftan okkur og síðast þegar ég hitti hana var hún bara skríðandi um, en nú er hún orðin svo stór að hún kom trítlandi og spurði hvort hún mætti koma inn að leika. Ég hélt það nú og vildi helst ekkert að hún færi aftur, ætlaði bara að bjóða henni í mat og svona. En hún kemur örugglega aftur í heimsókn seinna og við eigum líka örugglega eftir að leika saman úti í garði þegar fer að vora.
Já og ekki má nú gleyma því að við systkinin fórum í pössun á laugardagskvöldið til Önnu-Lindar. Við vorum alveg til fyrirmyndar og okkur fannst rosa gaman að vera þar og leika við frændur mína þá Berg Mána og Teit. Mamma og pabbi komu svo um nóttina að sækja okkur, ég vaknaði víst alveg á leiðinni og lét lesa fyrir mig þegar við komum heim og eitthvað svona, en það eina sem ég mundi daginn eftir var þegar mamma hélt á mér og ég rann alltaf niður því hún var í svo sleipum kjól og ég í sleipum náttfötum.
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Óskemmtilegur öskudagur
Það var eins gott að ég fór i búningaafmæli hjá Silju frænku minni í síðustu viku, ég er nefnilega lasin í dag og missti af öskuballinu í leikskólanum. Ég er samt ekkert mikið lasin, bara slöpp og með nokkrar kommur. Guðmundur Steinn er líka slappur, kvefaður og með hósta. Við erum orðin ósköp leið á þessu ástandi sem er búið að vera meira og minna frá áramótum, og erum farin að hlakka mikið til vorsins.
mánudagur, febrúar 12, 2007
Rétt svar
Sunna frænka er snillingur, svarið er hraðahindrun. Hún fær kaffi og kökur þegar hún kemur fljúgandi á flugmiðanum sem hún vann í happdrætti um helgina! Og Lilja Eygerður fær gott klapp fyrir góða tillögu :-)
laugardagur, febrúar 10, 2007
Gáta
Ég er mjög upptekin af umferðarskiltum þessa dagana og í bílnum er ég alltaf að spyrja mömmu hvað hin og þessi umferðarmerki þýða. Þá reyni ég að lýsa skiltunum fyrir henni en stundum fattar hún ekki hvaða skilti ég er að tala um. Og hér er þannig umferðarmerkis-gáta handa ykkur. Hvaða merki er það sem er þríhyrningur með gulu og mynd af hatti, ekki snjókallahatti heldur venjulegum hatti eins og menn eru með. Þeir sem geta án þess að kíkja í símaskrána fá klapp, og kaffi og meððí ef þeir koma í heimsókn :-)
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Stöðutékk
- Mamma - orðin frísk
- Ég - aftur orðin lasin, með nokkrar kommur, hósta og leiða
- Pabbi - í útlöndum
- Sigurður Pétur - hjá mömmu sinni, ég fékk að hringja í hann alveg sjálf í gær
- Guðmundur Steinn - talar fyrir sig sjálfur
- Gabríel - hundleiður (bókstaflega) á að komast ekki út að labba, en Þórður hefur sem betur verið svo góður að viðra hann fyrir okkur
Skemmtilegir dagar
Það er búið að vera svo gaman hjá mér síðustu daga. Í fyrradag fékk ég að fara til læknis og í myndatöku. Það var tekin mynd af lungunum mínum, en ég gat ekki fengið að sjá myndina, hún er bara inni í einhverri tölvu. Það voru sem betur fer engar bakteríur á myndinni svo ég fæ bara púst en ekki meðal. Og í gær fékk ég að fara til tannlæknis, það er alltaf mjög spennandi. En það var samt ekki það skemmtilegasta, þegar mamma spurði mig í gærkvöldi hvað hefði verið skemmtilegast um daginn þá var það þegar amma Inga Rósa kom að passa mig á meðan mamma fór í búðina. Hún var að gera svona "hver á þessa tásu", það finnst mér alltaf svo gaman.
föstudagur, febrúar 02, 2007
Aumingja mamma mín
Þegar við mamma komum heim eftir fimleikatímann minn í gær þá lagðist mamma bara beint upp í rúm. Ég spurði hvað hún væri að gera og hún sagðist vera veik. Ég horfði á hana í smástund og spurði svo, máttu ekki fara út? Nei, sagði hún. Þá var það útrætt, hún var greinilega mjög veik. Svo ég fór og föndraði handa henni umslag sem á stóð, pakki handa mömmu. Inni í því var svo miði sem á stóð, elsku besta mamma, húsið okkar er svo fallegt. Ég veit ekki hvaðan mér kom í hug að segja þetta um húsið, en mamma varð alla vega mjög glöð að fá svona fallegan pakka frá mér.
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Kominn febrúar!
Það er meira hvað þessi mömmukona þykist hafa mikið að gera, má ekkert vera að því að skrifa fyrir mann. Ég verð bara að fara að gera þetta sjálf, ég er sko orðin mjög flink að skrifa. Amma og afi pössuðu okkur Guðmund Stein um daginn, þá skrifaði ég bréf til þeirra sem var svona: ama og avi ðö eru sghendileh og fn (amma og afi þau eru skemmtileg og fín). Ég er líka farin að skrifa ýmsa minnismiða, eins og hvað ég ætla að gefa vinkonum mínum í afmælisgjöf og svona. Ég skrifaði líka innkaupalista fyrir mömmu um daginn, svo hún myndi ekki gleyma að kaupa það sem mér fannst vanta. Það var: gúrka, flabröð, apelsínur, sítrónur, epli.
Ég er auðvitað orðin eldhress og laus við lungnabólguna. Það var þarsíðasta sunnudag sem ég var orðin frísk, þá fékk ég að fara í afmæli hjá vinkonu minni og svo aftur til skemmtilegu vinkonu hennar mömmu. Hún sagði að ég gæti örugglega orðið fimleikastjarna, ég var svo flink að fara í handahlaup og alls konar. Ég er líka hætt að vera í krílahóp og komin í G1. Mér finnst það mjög merkilegt, það er líka dálítið erfiðara en að vera í krílahóp. Mamma var að útskýra fyrir mér hvernig það yrði alltaf pínu erfiðara og erfiðara þegar maður færi í nýjan hóp í fimleikunum. Já, sagði ég, eins og í Mario! Það er sko uppáhaldstölvuleikurinn minn og þegar maður klárar borð þá kemst maður lengra og lengra og það verður erfiðara og erfiðara. Svo ég átti nú ekki erfitt með að skilja þetta.
Um síðustu helgi átti svo stóri bróðirinn minn afmæli, orðinn 10 ára! Strákarnir í bekknum hans komu hingað í afmæli og horfðu á mynd. Eftir myndina fóru sumir strákarnir að leika í mínu herbergi, það fannst mér heldur en ekki flott! Þeim fannst ótrúlega flott að ég skyldi eiga Action kall. Það er sko eldgamli Action kallinn hans Sigurðar Péturs :-) Grey Sigurður Pétur varð síðan lasinn á sunnudaginn og búinn að vera veikur alla vikuna. En gott að hann var hress í veislunni sinni og vonandi verður hann orðinn frískur fyrir fjölskylduveisluna á laugardaginn.
Ég er auðvitað orðin eldhress og laus við lungnabólguna. Það var þarsíðasta sunnudag sem ég var orðin frísk, þá fékk ég að fara í afmæli hjá vinkonu minni og svo aftur til skemmtilegu vinkonu hennar mömmu. Hún sagði að ég gæti örugglega orðið fimleikastjarna, ég var svo flink að fara í handahlaup og alls konar. Ég er líka hætt að vera í krílahóp og komin í G1. Mér finnst það mjög merkilegt, það er líka dálítið erfiðara en að vera í krílahóp. Mamma var að útskýra fyrir mér hvernig það yrði alltaf pínu erfiðara og erfiðara þegar maður færi í nýjan hóp í fimleikunum. Já, sagði ég, eins og í Mario! Það er sko uppáhaldstölvuleikurinn minn og þegar maður klárar borð þá kemst maður lengra og lengra og það verður erfiðara og erfiðara. Svo ég átti nú ekki erfitt með að skilja þetta.
Um síðustu helgi átti svo stóri bróðirinn minn afmæli, orðinn 10 ára! Strákarnir í bekknum hans komu hingað í afmæli og horfðu á mynd. Eftir myndina fóru sumir strákarnir að leika í mínu herbergi, það fannst mér heldur en ekki flott! Þeim fannst ótrúlega flott að ég skyldi eiga Action kall. Það er sko eldgamli Action kallinn hans Sigurðar Péturs :-) Grey Sigurður Pétur varð síðan lasinn á sunnudaginn og búinn að vera veikur alla vikuna. En gott að hann var hress í veislunni sinni og vonandi verður hann orðinn frískur fyrir fjölskylduveisluna á laugardaginn.
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Skoppandi lungnabólgusjúklingur
Ég fékk að fylgja litla bróður til læknis í dag. Og af því að ég er búin að vera með leiðinda hósta í viku, og af því að mér finnst svo gaman hjá lækni, þá fékk ég líka smá skoðun. Ég var nú samt ekki mjög lasleg, dansandi um alla biðstofuna á meðan við biðum eftir að fara inn. En það kom í ljós að ég er komin með sýkingu í lungun og fæ meðal. Ég var líka búin að segja mömmu að ég þyrfti að fara til læknis! Ég segi það reyndar dálítið oft, mér finnst frábært fjör að fara til læknis. Og ég fæ semsagt að vera heima einhverja daga í viðbót, ég er búin að vera heima núna í viku að frátöldum einum degi þegar við mamma héldum að ég væri orðin frísk. Við erum búnar að gera ýmislegt skemmtilegt, í dag til dæmis bjuggum við til handa mér hálsfesti og armband úr seríosi og perlum. Svo bjuggum við líka til kórónu því ég vildi vera prinsessa. Ég ákvað síðan að skipta um nafn og tók mér nafnið Perla Lind Prinsessa, sem ég skrifaði á kórónuna.
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Lasin í snjónum
Haldið þið að ég hafi ekki bara farið eins og fín frú í heimsókn út í bæ til vinkonu mömmu. Það var afskaplega skemmtilegt, þar var ótrúlega flott dót sem stóra stelpan hennar á, og svo fékk ég súkkulaðisnúð og kókómjólk. Ekki amalegt það!
Ég var því miður lasin heima alla helgina og Sigurður Pétur líka. Mamma bannaði mér líka að fara í leikskólann í gær, mér fannst það ömurlegt af henni >:-( Ég ætlaði ekkert að velja útisvæði og þá fannst mér að ég gæti bara alveg farið í leikskólann. En svo var ég orðin hitalaus í gær og mátti loksins fara í leikskólann aftur í dag. Sigurður Pétur mátti heldur ekki fara í skólann í gær, en hann var nú ekki eins mikið að skammast yfir því eins og ég. En okkur þótti báðum frekar leiðinlegt að geta ekki farið út að leika í öllum snjónum. Gabríel er hins vegar búinn að vera mjög duglegur að hoppa og skoppa og leika sér í snjónum, honum finnst það alveg frábærlega skemmtilegt. Pabbi fór með hann í labbitúr í fjöruna og hann stökk út á krapann í fjörunni þar sem hann sökk, svo pabbi þurfti að stökkva út í og bjarga honum.
Ég var því miður lasin heima alla helgina og Sigurður Pétur líka. Mamma bannaði mér líka að fara í leikskólann í gær, mér fannst það ömurlegt af henni >:-( Ég ætlaði ekkert að velja útisvæði og þá fannst mér að ég gæti bara alveg farið í leikskólann. En svo var ég orðin hitalaus í gær og mátti loksins fara í leikskólann aftur í dag. Sigurður Pétur mátti heldur ekki fara í skólann í gær, en hann var nú ekki eins mikið að skammast yfir því eins og ég. En okkur þótti báðum frekar leiðinlegt að geta ekki farið út að leika í öllum snjónum. Gabríel er hins vegar búinn að vera mjög duglegur að hoppa og skoppa og leika sér í snjónum, honum finnst það alveg frábærlega skemmtilegt. Pabbi fór með hann í labbitúr í fjöruna og hann stökk út á krapann í fjörunni þar sem hann sökk, svo pabbi þurfti að stökkva út í og bjarga honum.
mánudagur, janúar 01, 2007
Ég vissi ekki að það myndi verða svona brjálað hjá okkur!
Ég sá í fyrsta skipti áramótaflugeldana í gærkvöldi og vá hvað það var flott og brjálað! Ég var í veislu hjá ömmu og afa í Hjallabrekku með fullt af skemmtilegu fólki og við systkinin vorum sko í fullu fjöri! Það er að segja við Sigurður Pétur, Guðmundur Steinn var nú frekar rólegur og svaf alveg af sér áramótin. Ég sofnaði að vísu yfir áramótaskaupinu, en sem betur fer vaknaði ég aftur fyrir miðnættið, ég hefði örugglega orðið hundfúl ef ég hefði misst af aðal sprengjufjörinu. En ég var nú orðin ansi þreytt, ég var komin í náttfötin og afi hélt á mér út í bíl og pakkaði mér inn í teppi, það var nú notalegt.
Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og takk fyrir allt gamalt og gott.
Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og takk fyrir allt gamalt og gott.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)